Af hverju á ég að borga hærri skatta til að önnur stétt borgi minna í skat

Þessi stétt, sjómenn hafa trúlega eitthvað hærri tekjur enn ég. Og nokkrir koma heim til sín á hverju kveldi.
mbl.is Hvetja sjómenn til að sigla í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þeir koma heim til sín en á móti kemur að þeir þurfa að taka sér frí heilan dag frá vinnu ef þeir vilja mæta í foreldraviðtal í skólum barna sinna sem tekur 10 mínútur... suma mánuði á ári eru dagróðramenn með töluvert lægri laun en verkamaður... ca 30 þús á viku í tryggingu og ekki fiskast upp fyrir hana gera 120 þús í mánðarlaun.. þeir eiga bara lögbundin páskadag, jóladag og nýársdag í frí, engan annan dag eiga þeir eins og við hin. Þeir leggja líf og limi í hættu upp á hvern einasta dag í vinnunni annað en flest okkar... þeir skreppa ekkert til læknis eða tannlæknis án þess að fá frí í vinnu annað en við landkrabbarnir... og svona má lengi telja fyrir utan það, því hærri tekjur sem þú ert með því hærri skatta borgaru, sjómannaafslátturinn er ekki prósenta heldur föst krónuupphæð þannig þeir borga hærri skatta ef þeir eru tekju hærri en við! Fyrir utan skattinn af aflanum, olíunni, leigunni ofl.

Gunnhildur 27.11.2009 kl. 15:31

2 identicon

Gunnhildur.

Ekkert af því sem þú telur er réttlæting fyrir því að þeir njóti skattaafsláttar. Þeir eiga að hafa góð laun þar erum við sennilega sammála. Það er ekki til nein réttlæting fyrir því að ríkis sé að greiða niður launakostnað fyrir einkafyrirtæki, svo einfalt er það.

Sigurður Geirsson 27.11.2009 kl. 17:30

3 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Sammál Sigurði að ekkert sem Gunnhildur nefnir réttlætir skattaafsláttinn. Get hinsvegar skilið að þegar á að skerða kjör eða fríðind þá mótmæla þeir sem hafa notið þess, bara mannlegt eðli. Éger bara að gagnrýna skattaafsláttinn sem sjómenn njóta, ekkert annað og ég vona að þeir hafi góð laun Vissulega eru annmarkar á lífi mikið fjarverandi sjómanna.

Haukur Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 17:54

4 identicon

Haukur og Gunnhildur, að þið skulið vera svona vitlaus að vera sammála þessu, margir sjómenn eru úti á sjó í yfir mánuð og eru þá frá fjölskyldunum sínum, auðvitað eru góð laun úti á sjó en það virðist aldrei litið til þess að sjómenn vinna t.d. mjög mikið, allt upp í 16 tíma vaktir á sólahring. Þið hangið hérna í landi og vælið yfir því hvað sjómenn eru með góð laun á meðan að sjómenn eru úti á sjó vinnandi og þið bloggandi á moggablogginu.

Ég ætla bara að vona að þið hugsið þetta dæmi til enda, enda eru þessi rök gjörsamlega fáránleg hjá ykkur!

Hlynur 27.11.2009 kl. 17:58

5 identicon

plús það að meðan að sjómenn eru úti á sjó þá geta þeir ekki nýtt neitt af þessari þjónustu sem að þeir eru að borga af með þessum blessuðu sköttum, ekki keyra þeir vegina meðan að þeir eru í burtu t.d.

Hlynur 27.11.2009 kl. 18:18

6 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Hver er vitlaus, það er góð spurning.Ég er ekki að væla yfir góðum launum sjómanna, finnst það besta mál að þeir hafi góð laun. Röksemdin fyrir því að þeir geti ekki notað það sem er i boði í landi er nú frekar langsótt.Ég er ekkert á móti sjómönnum frekar en öðrum stéttum, enda sníst þetta ekkert um það. Bara að það er óðlilegt að ein stétt njóti skattaafsláttar. Held að það sé ekkert flókið

Haukur Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 18:58

7 identicon

Ég vill benda þér á það að stór hluti ríkistarfsmanna eru með dagpeninga, þó svo að það sé allt greitt fyrir þá þegar að þeir eru erlendis. Svo er stór hluti landsmanna á bílastyrk, sem er falsaður og enginn tekjuskattur er greiddur af. Væri ekki ráðlagt að byrja á þessu

Eru þetta ekki ríkisniðurgreiðslur??????

Birkir

birkir 27.11.2009 kl. 20:10

8 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Getur meira en verið, en þetta snýst ekki um það. Það er að allir borgi sömu skatta, ekki að EIN stétt sé undanskilin

Haukur Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 20:42

9 identicon

Hlynur! lestu aftur yfir mitt áður en þú kallar mig vitlausa og segir mig sammála þessu!! Ég er að tala fyrir sjómannaafslættinum.

það er mín sannfæring að sjómenn eiga að fá verulegan skattaafslátt þar sem þessi stétt hefur haldið landinu á floti og hefur alltaf gert... heldur þú að gjaldeyristekjur íslenska ríkissins séu ekki skattar, tollar og annað slíkt af íslenskum fisk sem sjómenn á íslandi leggja sig í stór hættu við dag eftir dag t.d. 

Sigurður, já þeir eiga að hafa góð laun, rétt er það en þessi sjómannaafsláttur var settur á á sínum tíma af ríkinu þegar sjómenn fóru í verkfall til að knýja fram betri tekjur... já nei nei þeir fengu sjómannaafsláttinn í staðinn.

Sjómenn eru eina stéttin í landinu ásamt lögreglumönnum sem mega ekki fara í verkfall... í hvert sinn sem þeir reyna að knýja fram betri tekjur er sett lög á þá og þeim skikkað á sjóinn... ríkið setur lögin til að fara ekki endanlega á hausinn og þá ber þeim skylda að bæta sjómönnum upp það eitt að mega ekki berjast fyrir bættum kjörum!

Gunnhildur 27.11.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband