Af hverju á ein stétt að njóta skattaafsláttar?

Útgerðamenn eig bara að borga þeim almennileg laun og svo eiga þeir að borga skatta eins og aðrir, En hvað með þá sjómenn sem koma heim að kveldi, af hverju er bara talað um þá sem eru lengi út á sjó. Það eru fleiri stéttir fjarri heimilum sínum og fá þá ekki skattaafslátt.
mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er í sjálfu sér sammála að ekki eigi að vera með svona skattafslætti. En verði hann afnuminn með lögum þá þurfa sömu lög að tryggja að útvegsmenn greiði ígildi hans í hærri launum.

Fráleitt er að ætla sjómönnum að þurfa að sækja þetta sjálfir til LÍÚ með lagasetningarhótanir yfir höfðum fari þeir í verkfall.

Svo er það ekki rétt að þetta sé eini skattafslátturinn, eru ekki dagpeningar og þ.h. hjá ríkinu skattfrjálsir?

Svo greiðir ríkið allskyns atvinnu uppbætur styrki m.a. til þingmanna, væri ekki rétt að breyta því líka.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 14:52

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Er þetta ekki frá þeim tíma þegar Sjómenn voru að fara á langa túra sem gátu enst í nokkra mánuði. ,   ekki beint sanngjarnt að vera að borga til samfélags sem þeir eru ekki þáttur af langan tíma af árinu.

Nefndu eina stétt sem fer úr landi oft á ári í nokkrar vikur á senn og húmir í litlu stálbúri mest af tímanum?

Annars veit ég ekki hvernig þetta er í dag,  hvað þessir túrar eru langir.

Jóhannes H. Laxdal, 27.11.2009 kl. 16:19

3 identicon

Það er vissulega rétt að sómenn eru misjafnlega lengi á sjó í einu.

Ég var t.d. einu sinni á trillu frá Stykkishólmi sem réri mestan hluta ársins fjarri heimahöfn, t.d. mikið í Skagafirði og einnig vorum við eitt haustið á Djúpavogi.  Við vorum auðvitað í dagróðrum en vorum oft fjarri fjölskyldum okkar 12 daga milli helgarfría.

Ef við hefðum verið að vinna fyrir t.d. trésmiðju í Stykkishólmi í verkefni í Skagafirði hefðum við geta verið á dagpeningum sem eru skattfrjálsir upp að ákveðnu marki, en eftir eitthvað þak þarf að leggja fram kostnaðarnótur til að fá skattaslátt.

Þá hefðum við getað fengið skattafslátt út á matvörur og veitingar á veitingastöðum, en þar sem við vorum sjómenn fengum við um 700kr á dag í skattafslátt en fæðiskostnaðurinn fyrir utan ferðalög og annað var að jafnaði um 1000kr á dag og var greiddur skattur af því.

Ef sjómannaafslátturinn verður feldur niður þá verða sjómenn bara að fá fæðispeningana greidda sem dagpeninga. Fæðispeningarnir eru á stærri bátum tæplega 1200kr á dag og mundi það líklegast kosta ríkisjóð 2miljarða á ári í stað 1.1 milljarð.

Sjómenn eru sannarlega að vinna fjarri heimilum sínum líkt og margir aðrir gera.  Ef lögreglumaður í Ólafsvík fer suður fyrir Fróðárheiði og er við umferðareftirlit allan daginn á hann að fá greidda dagpeninga til að standa straum af fæðiskostnaði vegna vinnu fjarri starfsstöð.  Ef ráðherra fer til Kanada að horfa á bíó þá fær ráðherra dagpeninga til að standa straum af uppihaldi á meðan á ferð stendur.

Tala nú ekki um ef sjómenn gætu samið um að fá hluta af aflahluttnum sínum sem dagpeninga.  Ég held að sjómenn geti sótt sér miklu meiri skattafslátt ef sjómannafslátturinn verður lagður niður, nema dagpeningakerfið verði jafnframt lagt af hjá ríkisstarfsmönnum og finnst mér að sjómannaforustan eigi að fara fram á það líkt og verkalýðsforusta ríkisstarfsmanna fór fram á að leggja af sjómannaafsláttinn þótt Sævar Gunnarsson finnist slýkt skrítin kjarabarátta að berjast fyrir að láta taka eitthvað af öðrum.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson 27.11.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband