Er Eygló Harðar Framsókn stödd á öðrum hnetti

Eygló Harðardóttir  Framsókn, flutti merkilega ræðu á Alþingi fyrir nokkru. Merkilega að því leyti að svo virðst sem að hún hafi og sé stödd á öðrum hnetti. Hvaða efnahagslegu hryðjuverk voru Samf. og Sjálfstæðisf. að fremja á þjóðinni eins og Eygló fullyrðir í ræðu sinni? Núverandi ríkisstjórn er að hreinsa skítinn eftir frjálshyggjudeild Sjálfstæðisf. sem næstum hafði lagt Ísland í rúst með 18 ára óstjórn á íslensku efnahagslífi segir Eygló. Var ekki Framsókn með Sjálfstæðisf. í stjórn mestan hluta þess tíma, og vildi halda áfram að framleiða skít. Var ekki Framsókn í stjórn þegar bankarnir voru einkavæddir Eygló? En það er aðalástæðan að svona er komið fyrir þjóðinni. Fengu ekki menn tengdir Framsókn annan bankann í sínar hendur á gjafverði, annars bara stjórnarslit. Var ekki einn stjórnenda Kaupþings sonur fyrrverandi ráðherra Framsóknar? Þar sem hann og fleiri tóku sér fáránlega há laun allt í skjóli Framsóknar. Ef þessi málfluttningur er hin nýja Framsókn ja þá vona ég að það verði langt í það að Framsókn komist í stjórn. Læt staðar numið að sinni en meira um þessa ræðu seinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Skýring:  Eftir að Framsóknarmenn skiptu um haus á jakkafötum formannsins halda þeir, að þeim komi fortíð sín ekki við!

Auðun Gíslason, 14.2.2009 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband