Landsbankinn, sannleikurinn þvældist ekki fyrir þeim

Landsbannkinn ráðlagði fólki að leggja peningana inn í peningamarkaðssjóðinn og sagði fólki að þeir væru áhættulausir. Sem var ósatt. m.a. vegna að LÍ breytti fjárfestingasamsettningu sjóðsins. Það er svolítið dapurt að lesa sumt sem hefur verið skrifað hér á undan. Hrein ósannindi, hvort það er með vilja eða fávisku.

mbl.is Fjölmenni með réttlæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Hvað kostar annars að borga öllu þessu fólki? Hver er annars borgunarmaður fyrir því? Íslenskur almenningur þ.e. ríkið. Hvað þarf að stela miklu af mér og 99,99 % annarra saklausra Íslendinga í hækkuðum sköttum og dýrari þjónustugjöldum til að bæta fyrir rassinn á þessu fólki sem gat lagt í sparnað öfugt við fátækari hluta þjóðarinnar?

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 22.1.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Þegar fólk kemur til þjónustufulltrúa í banka og biður um ráðleggingar varðandi sparnað, er bent á þær sparnaðarleiðir sem í boði eru hverju sinni og hver ávöxtunin er á hverri leið.  Það er síðan viðskiptavinarins að velja, hver fyrir sig.  Margir velja þær leiðir sem sýna hærri ávöxtun. Það að margir hafi tapað sparnaði sínum í bankahrunin er auðvitað MJÖG MJÖG slæmt og enginn að mæla því bót, EN það er fjöldinn allur af fólki (ef ekki allir) sem töpuðu á þessu hruni og afleiðingum þess og ekki nokkur vinnandi vegur fyrir ríkissjóð að bæta öllum allt, ÞVÍ MIÐUR.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:21

3 identicon

Ertu að meina að það vanti inn í frásögnina að VG hafi staðið fyrir því að ljúga að viðskiptavinum Landsbankans?

Var þetta ekki þeim að kenna eins og allt annað sem illa hefur farið eins og lesa má í þessum skrifum þínum?

101 23.1.2009 kl. 00:23

4 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Enn og aftur er farið með rangt mál hvað varðar Landsbankann. Hvað aðrir bankar gera veit ég ekki. Þessar upplýsingar sem þú Katrín seigir að þjónustufultrúar gefi eru bara ekki réttar. Get alveg endurtekið það aftur , að þeir RÁÐLÖGÐU fólki að fara með féð sitt í peningasjóðinn. Og þeir útskýrðu ekki áhættuna, heldur lugu því að áhættan væri enginn. Það er meðal annars þessvegna sem sjóðsfélagar vilja fá sitt til baka.

Að ég hafi sagt að allt sé VG að kenna er ekki rétt. Heldur það að þeir hafi enga lausn á vandanum .Og miðað við fyrri reynslu hétu þá Alþýðub. er tilhugsunin um þá við völd ekki uppörvandi. Er bara að vara við því að þeir geti lagað ástandið.

Haukur Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband