Vilja mótmælendur hærri skatta?

Eru mótmælendur að kalla á hærri skatta, því að það er það sem við fáum ef  ef VG kemmst til valda. Þeir hafa engar lausnir aðrar enn skattahækkun. Er fólk ekki nú þegar skattlagt í topp. Og þetta tal um þá tekjuháu er blekking, því í þeirra huga eru flest allir tekjuháir. Í hugaVG má enginn eiga meitt.

mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Ef þú heldur að skattar verði ekki hækkaðir burtséð frá því hver er í stjórn, þá veður þú villur vegar. Skuldir ríkissjóðs eru 2100 milljarðar og fara hækkandi.

Hörður Már Karlsson 17.1.2009 kl. 17:02

2 identicon

Þetta er nú meir b........ bullið í þér!!!

Jafnvel hannes veit að þetta er ekki rétt. 

Eða hann sagði: "kjósendur Sjálfstæðisflokksins hugsa ekki um pólitík". 

Spáðu í hvað þessi setning merkir í raun og veru.

101 17.1.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Skattar verða bara hækkaðir enn meira ef VG er við völd, svo einfalt er það.  Hugsa kjósendur VG um pólitík, eru þeir ekki bara í draumaheimi. Varla er stór hluti af verkafólki kjánar, einnhverra hluta treista þeir xd best. Af hverju? Er það ekki slæm reynsla af VG

Haukur Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 17:14

4 identicon

Frammi fyrir hvaða vandamáli stendur þjóðin og hver á sök á því?

Munurinn er sá að VG og Frjálslyndir held ég líka vilja láta þá sem stóðu fyrir bankhruninu borga til baka eitthvað af því sem þeir stálu af þjóðinni en Sjálfstæðisflokkurinn vill halda verndarhendi yfir þeim og gerir svo vel með stuðning þínum. 

Opnaðu augun.   Smá hugsun dugar líka.

101 17.1.2009 kl. 17:20

5 identicon

hvað er það með ykkur sjálfstæðismenn að þrjóskast við að bendla alla mótmælendur við VG ég mótmæli, ég er ekki vinstri græn...  ég vil nýtt fólk nýjar áherslur og minna af "blíb" fólki eins og þér

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir 17.1.2009 kl. 17:24

6 identicon

Hjartanlega sammála greinarhöfundi.  Tek skýrt fram að ég mun hvorki gefa Sjálfstæðisflokknum eða VG atkvæði mitt í næstu kosningum.  Þessi mótmæli eru frekar fámenn miðað við ástand en það er vegna þess að margur samsvarar sér ekki með Herði Torfa og fólki af hans sauðahúsi sem öllu mótmælir.  Gott dæmi er að þetta fólk mótmælir svo t.d stóriðju og framkvæmdum í Helguvík en vill á sama tíma aukin atvinnutækifæri.  Lausnir hafa aldrei verið stefna vinstri manna í VG.  Þess vegna er alls ekki hægt að fylgja þeim að máli, eru ekki síður siðspilltari og gagnlausir og Sjálfstæðismenn.

Baldur 17.1.2009 kl. 17:32

7 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Hvaða nýja fólk sjáið þið til að taka við, ég hef ekki séð eitthvað nýtt fólk. Vonandi er ekki verið að meina Hörð Torfa sem eitthvað nýt eða Sturlu vörubílstjóra. Ég er bara að benda á að mér finnst vanta lausnir frá mótmælendum ekki bara blíb.

Haukur Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 17:35

8 Smámynd: Ingólfur

-Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið-

Bíddu við Haukur, hverjir voru aftur að hækka skattana á okkur núna um áramótin? Hverjir eru að rukka okkur fyrir I slave klúðrið?

Hverjir eru svo þeir einu sem hafa gagnrýnt græðgi og ofvöxt bankanna?

Fyrir utan það að þá verða örugglega fleiri flokkar næst í framboði, meðal annars nýjir hægriflokkar.

Ingólfur, 17.1.2009 kl. 17:38

9 identicon

Kæri Haukur næst komandi þriðjudag er kynningarfundur á nýrri stjórnmálahreyfingu að mér skilst...  ef við leitum ekki að einhverju nýju finnum við aldrei nýtt og mér finnst það full ljóst að þeir sem hafa verið með stjórnartaumana í höndunum skitið upp á bak og vel það....   þú mátt eyða næstu árunum í að skeina þessu pakki en ég kýs að gera svo ekki

takk fyrir mig 

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir 17.1.2009 kl. 17:40

10 identicon

Það er verið að kalla eftir fagfólki inn í stjórnkerfið í stað flokksgæðinga, vina  og frænda og annarra skyldmenna sem flokkurinn þinn hefur sett þar og við súpum seyðið af vegna þess að það réð ekki við verkefnin sín. 

Hæft fólk í Seðlabanka, Fjármálaeftirlit, bankana, stjórnarráðið, dómskerfið og víðar og víðar og víðar.

101 17.1.2009 kl. 17:42

11 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Takk Kleópatra, kannski er ég ekki eins ósammál þér og virðist. En vantrú mín á Vg er algjör. Hef sjálfur farið illa út úr þessu og vildi sjá  einnhverja geta gert eitthvað betra en þá stjórnmálaflokka sem sitja, mættu vera mannabreytngar

Haukur Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 17:47

12 identicon

Leitt að VG hafi farið illa með þig.  Hvernig þá?

Hvað varðar nýja stjórmálaflokka þá er ekki nema eitt gott um það að segja.  En það er eitt að varast í því efni: 

"Það eru margir lýðskrumarar á götum úti en sárafáir leiðtogar".

101 17.1.2009 kl. 17:55

13 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

SJálfstæðisflokurinn var að hækka skatta fyrir stuttu

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.1.2009 kl. 19:02

14 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Bara lítið miðað við ef VG hefði fengið að ráða, sjáið bara í RVK

Haukur Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 19:08

15 identicon

Það *þarf* hærri skatta. Það er ekkert val. Ég er einarður stuðningsmaður skattalækkanna venjulega, en ég held þú skiljir ekki alveg nákvæmlega hversu útriðin við erum sem þjóð. Ísland verður bláfátækt á næstunni og það verður að hækka skatta. Alla skatta. Mikið.

Við höfum ekkert val. Við töpuðum. Við erum ekki að spila neinn leik lengur, við erum ekki með í spilinu. Skattar munu hækka, verulega, og því meira, því skárra, því núna þurfum við að borga til baka sirka 10 ár af lánum sem íslenskur efnahagur hefur byggt sig upp á, þökk sé Sjálfstæðisflokknum, BY THE WAY.

Ég VIL ekki hærri skatta. Ég bara geri mér grein fyrir því að þeir eru óhjákvæmilegir. Þeir sem vilja ekki verða skattpíndir næstu 5 árin skulu yfirgefa Ísland, því þetta verður skattamartröð í a.m.k. þann tíma. Við höfum ekkert um það að segja og það er ekki spurning um álit eða skoðanir eða gildismat. Skilurðu ekki? GAME OVER, ókei? Við veðjuðum öllu, og við töpuðum. Eða öllu heldur, *núverandi yfirvöld* veðjuðu öllu og töpuðu.

Helgi Hrafn Gunnarsson 17.1.2009 kl. 20:22

16 identicon

Ekkert að þakka...  kynningarfundurinn er í friðarhúsinu sem er á horni njálsgötu og snorrabrautar þriðjudaginn 20.janúar kl 20

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir 18.1.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband