1500 á mótmælandafundi

Ríkisstjórnin frá þá verður allt gott og vandamálin leyst, vildi að það væri ekki flóknara.  Er ekki nóg að hafa fjármálakreppu þó stjórnmálakreppa bætist ekki við. Finnar fengu stjórnmálakreppu í viðbót við sína fjármálakreppu og voru lengi að ná sér aftur á strik. Svíar sluppu við stjórnmálakreppu og voru mun fljótari að ná sér út úr efnahagskreppunni.

mbl.is Fjórtándi fundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Svíar voru með alvöru stjórnmálamenn. Hér bera stjórnvöld ábyrgð á að hafa komið okkur á höfuðið. Þeir taka hins vegar ekki pólitíska ábyrgð eins og þeir gera í Sviðjóð. Þar segi ráðherra af sér vegna smámála.

Heidi Strand, 10.1.2009 kl. 16:56

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið áttu bágt elsku drengurinn.

Árni Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ríkisstjórnin sitji sem fastast, þá verður allt gott og vandamálin leysast. Vildi að það væri ekki flóknara.

Jú, það er meira en nóg að hafa fjármálakreppu og óþarfi að stjórnmálakreppa bætist við. Hún birtist í því að við völd situr stjórn sem hefur glatað trausti og aðeins þriðjungur kjósenda styður.

Haraldur Hansson, 10.1.2009 kl. 17:18

4 identicon

Komdu hingað til Svíþjóðar og þá skal ég kenna þér allt um pólitíska ábyrgð. Hér hristir hólk hausinn yfir íslensku vitleysunni. Búið að keyra landið í þrot, en enginn segir af sér.

 Sannkallað bananalýðveldi.

Ásgeir 10.1.2009 kl. 17:23

5 identicon

Og Geir og Solla fengu ráðleggingar frá mönnum með reynslu í kreppulausnum bæði frá Finnlandi og Svíþjóð.

Gera allt það sem þeim var ráðlagt að gera ekki. 

Gera ekkert af því sem þeim var ráðlagt. 

Það hryggir mig að sjá góðan dreng eins og þig halda uppi vörnum fyrir þetta fólk.  

101 10.1.2009 kl. 18:01

6 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Takk fyrir athugasemdirnar. Ég hugsa að ég sé eins ósáttur við ástandið og aðrir, og vildi sjá einnhverja seigja af sér t.d. ráðherrana Árna og BJörgvinn.Tel reyndar að bankaliðið eigi mestu sökina. Það sem ég hef verið að skrifa um er vantrú mín á að VG gæti gert eitthvað af viti.

Haukur Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 18:24

7 Smámynd: Hlédís

Ósköp er VG-þráhyggja ykkar margra orðið þreytandi. Það er naumast ofurtrúin sem þið hafið á þeim stjórnmálaflokki!

Hlédís, 10.1.2009 kl. 20:38

8 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Hún er ekki meiri en þráhyggjan með að stjórnin fari frá. Þar sem vg er að gefa sig út fyrir að geta stjórnað landinu er eðlilegt að landsmenn hafi skoðun á þeim.

Haukur Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband