Meira um VG.

Ég hef verið talsvert gagnrýninn á VG, en ekki á aðra stjórnarandstöðuflokka. Ástæðan er einföld. þeir eru langstærsti andstöðuflokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og hafa sig mest í frammi. Svo það er eðlilegt að því sé velt fyrir sér hvað þeir boða kæmust þeir  til valda. Er ekki að sjá að þeir séu í raun með aðrar lausnir en skattahækkanir. T.d. í Reykjavík vildu þeir hækka útsvar og fasteignagjöld þannig verður það líka í landstjórninni ef þeir fá að ráða. Bara á hátekjufólk og fjármagnseigendur seigja þeir, það dugar bara ekki, það yrði almenn skattahækkun. Þola heimilin það?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, blessaður sjáfstæðismaðurinn skv. skilgreiningu hannesar hólmsteins.

Að nýta útsvarsálagninguna að fullu gerir það að verkum að þeir tekjuhærri borga mun fleiri krónur en ella.  Verkalýðshreyfingin marði í gegn hækkun á persónuafslætti. 

Og með meiri tekjum þurfti ekki að hækka önnur gjöld eins og á leikskólana en það bitnar bara á efnaminni barnafjölskyldum sem þannig niðurgreiða útsvarið fyrir okkur tekjuháu.  

Þetta er fínt og allt í boði Sjálfstæðis og Framsóknar.  Meira að segja fátæklingar átta sig á þessu því það tekur í budduna meira en hitt.

Það er greinilegt að Sjálfstæðismaður hugsar ekki um pólitík.

101 10.1.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband