Frumvarp um fiskveiðistjórn eitt það vittlausasta sem þessi stjórn hefur gert.

Þjóðin á fiskinn, en ráðherra ræður hverjir veiða, það er nú sanleikurinn um þjóðareignina. Og hvað á nú að bæta með þessu, meiri hagkvæmi, nei hún verður minni, meiri vinna , ekki á meðan aflinn vex ekki. Þetta verður tilfærsla frá alvörusjómönnum sem hafa sjómensku að atvinnu til þeirra sem eru hobbý sjómenn, og hafa jafnvel selt kvótann.
mbl.is „Eitthvað það ósanngjarnasta sem sett hefur verið fram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þvílíkt bull. Það fer ekki nema lítill hluti þessi kvóta sem tekin verður af útgerðarmönnum til strandveiða. Afgangurinn fer í byggðarkvóta og leigukvóta. Það fer svo aftir til atvinnuútgerðarmanna. Byggðarkvótinn fer til útgerðarmanna í byggðarlögum þar sem mikið atvinnuleysi er í fiskvinnslu. Leigukvótinn fer til þeirra útgerðarmanna sem eru tilbúnir til að greiða hæsta verðið fyrir hann. Það er ekki eins og þessar fiskveiðiheimildir fari í eitthvert svarhol eins og þeir viðrðast halda sem staðhæfa að þetta muni leiða til minni vinnu hjá sjómönnum.

Sigurður M Grétarsson, 4.6.2011 kl. 14:57

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Það er rétt þetta frumvarp er algjört bull, ráðherra fær vald til að úhluta kvótanum, ekki með hagkvæmisjónarmið að leiðarljósi heldur sem félagsmálapakki, kommaaðgerð. En á ekki þjóðin kvótan, eða er það bara lýgi til að plata fólk til fylgis við breytinguna.

Haukur Gunnarsson, 4.6.2011 kl. 21:59

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er núverandi kvótakerfi sem er algett bull og því þarf að breyta og það í gær. Vissulega er það rétt að einhver kvóti sem ráðherra fær að úthluta er ekki gott. Hitt er annað mál að núvernadi kerfi tekur aðeins á hagkvæmni fyrir útgerðina en skilur fiskvinnsluna og sveitgafélögin úti á köldum klaka.

Það væri vissulega betra að minna færi í úthlutunarpott og meira í leigupott. Það þarf að taka meira af nýtingarsamningunum til að margfalda stærð leigupottsins ef það á að verða almennileg hagkvæmni úr þessari breytingu á kvótakerfinu. Best væri þó að fara fyrningarleiðina sem var kosningaloforð beggja stjórnarflokkanna.

Núverandi kerfi er bæði óhagkvæmt fyrir alla aðra en útgerðina og er auk þess brot á mannréttindum samvæmt áliti Mannrféttindaráð Sameinuðu þjóðanna.

Sigurður M Grétarsson, 8.6.2011 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband