Hvernig getur þjóðinn átt kvótann.

Er það ekki ríkisvaldið sem ætti hann , og þá með yfirstjórn ríkisstjórnar á hverjum tíma. Sem sagt ríkisrekinn sjávarútvegur Það er verið að blekkja þjóðina þegar er verið að tala um að hún eigi kvótan og geti farið að veiða. Þú þarft bát sem kostar nú talsvert og það þarf réttindi á bátinn. Hvað hafa margir réttindi til að sigla, það verður ekki stór hluti þjóðarinnar. Núverandi stjórnvöld eru að blekkja þjóðina og það furðulega þjóðinn villláta blekkjast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sæll Haukur réttilega spurt en svarið er augljóst þjóðin á auðlindina og þeir sem best eru til þess fallnir eiga að nýta hana. Hversu margir útgerðamenn stórútgerða hafa réttindi í dag?

Núna er einokun á því hverjir fá að veiða. Getur það gengið í nútíma samfélagi. Avnámum við ekki einokun Mjólkur Samsölunnar? Sá hæfasti verður að fá aflaheimildirnar eins og var í sóknarmarkinu.

Ef ekki Sóknarmark heldur kvóti sér maður helst markað á aflaheimildum sem færi fram 4 til 6 sinnum á ári þar sem menn mættu kaupa 2 farma af fiski í einu.

En sóknarmarkið með 80 skipum og allan fisk á markað er besta leiðin. Ekkert brottkast of ástand stofnanna speglast aftur í aflabrögðum. Og mest um vert allir sitja við sama borð og endalok spillingar og fjárdrátts.

Ólafur Örn Jónsson, 23.5.2011 kl. 16:48

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Ansi er ég nú hræddur um að spillingin hverfi ekki, þó breytt sé um kerfi, því miður. Ég spyr aftur hvernig getur þjóðin átt kvótann, er það ekki ríkisvaldið? Þegar um takmarkaða auðlind er að ræða, hvernig fer það saman að allir meiga veiða? gengur bara ekki upp.

Haukur Gunnarsson, 23.5.2011 kl. 17:05

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Færeyingar afnámu Kvótakerfi eftir 2 ár vegan sömu vandræða og eru hjá okkur. Brottkast, lita fisk og landa framhjá vikt. Þeir eru nú með Sóknarmark og gengur vel. Allir sitja við sama borð og enginn kemst upp með annað.

Fyrir utan trillurnar með handfæri mega alls ekki allir veiða. Það er leyfður einhver tala skipa ( 80 togarar ) svo fjöldi Brúttó tonna fer ekkert upp fyrir það. Svipað í öðrum veiðarfærum. Engar opinberar ráðstafanir verða síðan gerða til hjálpar útgerðinni og menn lifa og deyja í þessari atvinnugrein eins og öðrum. Fiskur fer allur á markað svo fiskvinnslan situr við sama borð.

Úthlutunum nýrra leyfa verður til manna utan núverandi eigenda hóps. Manna sem sýna fram á reynslu af veiðunum.

Það var hér Sóknarmark í 6 ár og ekki varð maður var við spillingu fyrr Steingrímur Hermannsson úthlutaði veiðileyfum umfram leyfilegan fjölda skipa og síðan er Halldór Ásgrímsson gekk erinda fára sem ekki sættu sig við að sitja við sama borð og við hinir og fékk kvótakerfið sett á til reynsku. 

Þeir sem vilja sjá hve vel tókst í fiskleysi að byggja upp þorskstofninn í Sóknarmarkinu skulu skoða þorsk veiðina 1984 og 85. En eftir það hrundi veiðin fram til 1990 að það varð að stór auka friðanir á smá fiski. 

Ólafur Örn Jónsson, 24.5.2011 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband