Merkilegt hvað þessi hálaunastétt er alltaf að hóta verkföllum

Talsvert áhugavert að hálaunastétt sé að hóta verkfalli á þessum tímum Þessi stétt hefur reyndar verið nokkuð dugleg í verkfallshótunum gegnum árin, eða er það ekki rétt munað hjá mér?
mbl.is Fá umboð til að boða verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Hvað hefur það með há eða lág laun að segja hvort menn vilja fá kjarasamning eður ei?

Hvumpinn, 18.3.2011 kl. 16:32

2 identicon

Þarf ekki tvo til að semja? Þessi MAFÍA hefur alltaf misnotað aðstöðu sína. Rétt væri að ráða erlenda flugumerðarstjóra! Hinir geta snáfað burt. Almenningur er búinn að fá nóg af þessum helvítum!

Almenningur 18.3.2011 kl. 16:49

3 identicon

Er nokkuð hægt að fá uppgefnar tölur um grunnlaun og heildarlaun þessarar stéttar? Ef ekki, hver vegna ekki?

Hógvær 18.3.2011 kl. 16:53

4 identicon

Flest fólk hefur ekki hugmynd um hvað þetta starf snýst og hversu mikið álag,stress og ábyrgð fylgir þessu starfi, fólk ætti að kynna sér hlutinu áður en það byrjar að væla og grenja

Aron 18.3.2011 kl. 16:56

5 identicon

Hvaða starfi fyrgir ekki álag, stress og ábyrgð? Hver er að væla og grenja: Meira, meira...? Þeir ættu að skammast sín en virðast ekki kunna það. Það þarf þá kenna þeim það!  Þora þeir ekki að birta almenningi launatölur?

Almenningur 18.3.2011 kl. 17:44

6 identicon

Aron! Já, "fólk" er helvítis fífl! Svona séð ofan úr flugturni amk....

Sharon 18.3.2011 kl. 17:51

7 identicon

Mega flugumferðarstjórar ekki fá samning til að staðfesta að þeira taki á sig launaskerðingu eins og aðrir íslendingar - og flestir jarðarbúar um þessar mundir? Er það ekki mannréttindabrot gegn þessari ábyrgðarfullu stétt?

Pollýanna 18.3.2011 kl. 18:28

8 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Ef þið mynduð nenna að kynna ykkur hlutina áður en þið byrjið að gaspra þá gætuð þið séð, t.d. á vef RUV um sama efni, að ágreiningurinn snýst um starfsöryggi en ekki laun...en ykkur finnst væntanlega líka frekja að vilja starfsöryggi..svona af því að þetta eru flugumferðarstjórar...

Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.3.2011 kl. 22:39

9 identicon

Margrét Arna - hin upplýsta! Mættum við "hin" líka biðja um "starfsöryggi"? Eða bara vinnu?

Almenningur 19.3.2011 kl. 00:04

10 identicon

Já, rétt hjá Margréti Elínu Arnarsdóttur! Ekki hrokinn þar. Mega þeir ekki krefjast starfsöryggis, rétt eins og allir íslendingar -  og flestir jarðarbúar?

Pollýanna 19.3.2011 kl. 00:09

11 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Er starfsöryggi þeirra í einhverri hættu, er ekki stóraukin flugumferð?

Haukur Gunnarsson, 19.3.2011 kl. 07:58

12 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Starfsöryggið snýst um það að ef að það þarf að "losa sig við" fólk, þá byrji þeir ekki á að "kötta" að ofan, þ.e. reynslumestu starfsmennina sem eru einnig launahæstir...en eru komnir á þannig aldur og með svo sérhæfða menntun að þeir fengju hvergi annars staðar vinnu. Einnig að starfsmenn fái áminningu áður en þeir eru reknir. Finnst ykkur það í alvörunni vera frekja?!?! Þá hljótið þið að meta störf ykkar og frama lítils...

Margrét Elín Arnarsdóttir, 19.3.2011 kl. 09:29

13 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Síðan er rétt að benda "almenningi" á að hingað fengjust engir erlendir flugumferðarstjórar þar sem þeir myndu lækka í launum ca. fjórfalt, þyrftu að vinna miklu lengri vinnutíma og færu á eftirlaun mörgum árum seinna!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 19.3.2011 kl. 09:31

14 identicon

Ég skal fallast á ahættuna í nr. 12 hjá MEA. Af biturri reynslu. En það verða bara allir að sitja við sama borð. Það er kjarni málsins, en er ekki að gerast undir þessari hræðilegu stjórn Skallagríms, sem virðist vera með beinstífan besefann á bremsunum! Það er apð myndast stór öreigastétt í landinu. Það mun hafa hræðilegar og glæpsamlegar afleiðingar verði ekki STRAX gripið til aðgerða.

Almenningur 19.3.2011 kl. 13:25

15 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Þar erum við sko sammála Almenningur!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 00:17

16 identicon

En eitt dæmið um fólk sem æsir sig og rífst út af einhverju sem það hefur ekki hugmynd um, og ekki áhugi á að kynna sér staðreyndir. Það "vita" allir að flugumferðarstjórar eru með miljón á mánuði og þá er allt í lagi að láta þá lifa við skert starfsöryggi og taka á sig tekjuskerðingar.

Það talar einn um að taka bara erlenda flugumferðastjóra inn og reka hin "helvítin". Þið væruð nú aldeilis grenjandi ef eini ferðamátin erlendis væri með skipi á meðan þessir erlendu flugumferðarstjórar væru að kynnast svæðinu og umhverfinu, öryggisins vegna. Þ.e.a.s. ef einhverjir íslendingar væru eftir til að kenna þeim?

Flugumferðarstjóri 22.3.2011 kl. 09:56

17 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Flugumferðastjórar, eru nú ekki lækst launaða stéttin á Íslandi, þess vegna vekur það athygli hversu oft þeir hóta verkfalli, og var upphaÆið af skrifum mínum. Var ekkert að ræða það hvort þeirra starfsöryggi sé lítið eða ekki. ættli margar starfsstéttir búi ekki við lítið starfsörggi nú um stundir?

Haukur Gunnarsson, 22.3.2011 kl. 10:58

18 identicon

Skamm, skamm Haukur! Þú særir fluggammana!

Pollýanna 24.3.2011 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband