Er Jóni Baldvin að förlast

Man ekki betur en að Jó hafi sagt fyri nokkrum árum að Alþýðub. forveri VG væri óhæft til að starfa með að efnahagsmálum. Og ég get ekki séð að það hafi eitthvað breyst.

Skrítin pólitísk ábyrgð

Ef það er pólitísk ábyrgð að slíta stjónarsamstarfi og fara í annað samstarf, ja þá þarf ekki mikið til. Hefur þá ekki Sjálfstæðisflokkurinn líka sýnt ábyrgð með því að vilja ekki  skilyrði Samf. Ætti þá ekki Ingibjörg ekki að víkja ef eitthvað er að marka pólitíska ábyrgð?

mbl.is Ungir jafnaðarmenn styðja Ingibjörgu Sólrúnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaóvitar

Þegar bankarnir fóru að stækka og sýna mikin hagnað, vildi nú hið almenna starfsfólk sem hafði unnið lengi hjá bönkunum fá launin sín hækkuð. Fór þá á fund starfsmannastjóra og bar upp ósk um hærri laun. Ertu með menntun var fyrsta spurningin, með stúdentspróf var svarið. Allt of lítið svaraði stjóri hér viljum við háskólapróf, alveg sama í hverju , en bara að það sé háskólapróf. Og hefurðu einnhverja þekkingu á bankarekstri, já hef unnið hér í 20 ár og þekki bankarekstur nokkuð vel var svarið.  Nei nei við viljum ekki borga svoleiðis fólki góð laun og viljum helst ekki hafa það hér. Hér eru tvær launastefnur. Önnur fyrir þá sem hafa menntun og enga reynslu og kunna að setja banka á hausinn. Og svo hinir sem þekkja bankarekstur og kunna að reka banka, þeir fá ekki kauphækkun. Það eru nýjir tímar núna

mbl.is Reynslulausir réðu í bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Eygló Harðar Framsókn stödd á öðrum hnetti

Eygló Harðardóttir  Framsókn, flutti merkilega ræðu á Alþingi fyrir nokkru. Merkilega að því leyti að svo virðst sem að hún hafi og sé stödd á öðrum hnetti. Hvaða efnahagslegu hryðjuverk voru Samf. og Sjálfstæðisf. að fremja á þjóðinni eins og Eygló fullyrðir í ræðu sinni? Núverandi ríkisstjórn er að hreinsa skítinn eftir frjálshyggjudeild Sjálfstæðisf. sem næstum hafði lagt Ísland í rúst með 18 ára óstjórn á íslensku efnahagslífi segir Eygló. Var ekki Framsókn með Sjálfstæðisf. í stjórn mestan hluta þess tíma, og vildi halda áfram að framleiða skít. Var ekki Framsókn í stjórn þegar bankarnir voru einkavæddir Eygló? En það er aðalástæðan að svona er komið fyrir þjóðinni. Fengu ekki menn tengdir Framsókn annan bankann í sínar hendur á gjafverði, annars bara stjórnarslit. Var ekki einn stjórnenda Kaupþings sonur fyrrverandi ráðherra Framsóknar? Þar sem hann og fleiri tóku sér fáránlega há laun allt í skjóli Framsóknar. Ef þessi málfluttningur er hin nýja Framsókn ja þá vona ég að það verði langt í það að Framsókn komist í stjórn. Læt staðar numið að sinni en meira um þessa ræðu seinna.

VG á niðurleið

Fylgi VG er á niðurleið og þess vegna liggur þeim á að kjósa, áður en fylgið verður komið niður í í það sama og í síðustu kostningum. Sem að sjálfsögðu verður þegar kemur í ljós að þeir geta ekkert gert .

mbl.is Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja VG

Hef verið að finna að því undanfarið að VG hafi ekki lausnir framar öðrum., sem er nú að koma í ljós. Og nú er ég farinn að vorkenna þeim að vera í þessari stöðu að ráða ,en geta lítið.

Samf. ekki hæf í stjórnarsamstarf?

Vonandi að það verði einnhver stefnumótun , en ekki bull út og suður,  norður og niður eins og hefur verið hjá Samf. undanfarið . Heimta ESB umsókn annars stjórnarslit og hlaupa svo í fangið á þeim flokki sem er mestur andstæðingur ESB. Og að ráðherrar tali um kostningar  og varaformaðurinn líka í mótsögn við formanninn.

mbl.is Landsfundur Samfylkingar í lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG 10 ára, er það ekki misskilningur?

VG er bara gamla Alþýðubandalagið, skiftu um nafn og kennitölu. Svona eins og sum fyrirtæki sem eru kominn í þrot gera, og VG alltaf að skamma. Það er verið að plata fólk sérstaklega ungt fólk sem man ekki þegar þeir voru í stjórn.

Stjóri í aumasta bankanum

Ekki annað hægt en að vorkenna Ásmundi að vera orðinn bankastjóri hjá lélegasta banka landsins, sem stal mestu af sparifjáreigendum.

mbl.is Ásmundur bankastjóri um tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin í stefnulega í lausu lofti

Fyrir nokkrum vikum var það ástæða til stjórnarslita af hálfu Samfylkingarinnar ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykti ekki að fara í viðræður við Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmálanum stóð hinns vegar ekkert um að það ætti að gerast á þessu kjörtímabili. Nú svo fellur stjórnin og Samf. fer í stjórn með VG sem eru harðir andstæðingar aðildar að ESB. Þá seigir Samf. ekki neitt og ekki er aðild á dagskrá þesarar stjórnar. Ef þetta er ekki tvískinningur, ómerkilegheit og stefnuleysi þá veit ég bara ekki hvað. Helt að það sé allt í upplausn í Samfylkingunni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband