Gott hjá ríkisstjórninni, 11% hækkun á 600 þúsund en vilja meira.

Ekki oft verið sammála ríkisstjórninni en nú er ég það, það má ekki misnota verkfallsréttinn, í græðgiskasti. Stéttir með 600 til 900 þúsund á mánuði, er það tilefni til verkfalla. Er þeim alveg sama hvernig staðan er í þjóðfélaginu?
mbl.is Lög á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Af því sem ég hef frétt þá eru launin svona vegna óhóflegrar yfirvinnu. Þetta eru ekki grunnlaun dagvinnu.

Appelsínur og epli eru ekki það sama Haukur.

Baldvin Björgvinsson, 23.3.2010 kl. 12:19

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Sæll Baldvin en launin eru þó þetta góð, og vera boðin 11% hækkun dugar ekki fyrir þá, þegar flestir þurfa að sætta sig vil launalækkun. Kannski vita þeir ekki að þeir búi á Íslandi.

Haukur Gunnarsson, 23.3.2010 kl. 12:32

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Icelandair er einkafyrirtæki.

Launahækkunin fer annað hvort í vasa flugvirkja eða í vasa eigendanna.

Ríkið tekur afstöðu með eigendum flugfélagsins.

Um leið og ríkið gefur í skyn að það muni beita lagasetningu þá minnkar hvati vinnuveitenda til að ná samningum og lagasetning verður óhjákvæmileg.  -  Stjórnvöld verða að fara varlega þegar hótað er að beita þessu vopni.  Hótun ætti almennt að tryggja að vopninu verði ekki beitt, en í þessu tilfelli virkar það öfugt.  Hótunin tryggði að lög voru sett.

Það eru flugvirkjar og Icelandair sem eiga að semja um laun, ekki ríkisstjórnin.

Lúðvík Júlíusson, 23.3.2010 kl. 13:14

4 identicon

Byrjunarlaun flugvirkja eru 318 þúsund á mánuði eftir 5 ára, 8 milljón króna nám. Sem er skammarlegt.

Þetta er lýðræðislegur réttur okkar allra en þessi vinstri ríkissjórn-leysa veður yfir okkur öll á skítugum skónum og skammast sín ekki einu sinni fyrir það.

Þar fyrir utan að þá var ekki einsog landinu væri lokað, þetta er einkafyrirtæki sem er í samkeppni við önnur félög þó Iceland Express sé bara farmiðasala en ekki flugfélag ef út í það er farið.

Davíð 23.3.2010 kl. 16:48

5 identicon

Ágæti Haukur!

Sveinskaup flugvirkja hjá Icelandair er 313 þúsund og hæsti skali eftir 15 ár 396 þúsund.Þeir sem ganga sólarhrings og helgarvaktir fá 33% ofan á sinn aldursskala.Hafi menn meiri tekjur er það vegna yfirvinnu eða stjórnunarstarfa.Hluti 11% sem voru á borðinu var þjóðarsáttin annars vegar og hinsvegar vegna lengingar vinnutíma og skerðingar á mat á næturvöktum.

Vona að þetta verði þér til upplýsingar og umhugsunar áður en þú tjáir þig frekar um launakjör vinnandi manna.

Sigurjón Hreiðarsson,ritari FVFÍ

Sigurjón Hreiðarsson 23.3.2010 kl. 20:12

6 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Takk fyrir gott svar Sigurjón, ánægjulegt að fá rökstudd svar hér á blogginu. Það sem ég er að gagnrýna er krafan um þetta miklar hækkanir á laun sem eru þó þetta há, þegar flestir þurfa að sætta sig við launalækkun. Eitthvað finnst mér forusta ASÍ ekki taka undir með ykkar launakröfum. Gagnrýnini er ekki síður beint að flugumferðastjórum með 900 þúsund á mánuði. Kannsk mættu menn vera aðeins hóværari á þessum þímum.

Haukur Gunnarsson, 23.3.2010 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband