Er það ekki einfalt reikningsdæmi? Hef aðeins skrifað um sjómannaafsláttinn sem stendur til að afnema og finnst það rétt. Hef fengið andsvör við þeirri skoðun minni, en engin sem rökstiðja að ein stétt sé með sérkjör frá ríkinu og aðrir borgiskattinn fyrir þá. Finnst hið besta mál að sjómenn hafi góð laun og hef ekkert á móti sjómönnum nema síður sé. Þetta snýst aðeins um skattaafsláttin til þeirra, sem mér finnst útgerðamenn geti borgað.
Flokkur: Bloggar | Laugardagur, 28. nóvember 2009 | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef einstæðir foreldrar fá hærri barnabætur, þarf þá ekki einhver annar að borga?
Ég ætla ekki að leggja barnabætur og sjómannaafslátt að jöfnu. Aðeins benda á, að það hvernig kerfið er notað til að jafna kjör og ná fram réttlæti er einmitt það sem stjórnmál eiga að snúast um.
Sumum finnst réttlátt að sjómenn fái afslátt vegna sérstöðu vinnu sinnar, öðrum ekki. Hann er partur af stærri heildarmynd.
Þegar breyta á rótgrónum hlutum er gott að þekkja bakgrunninn. Kynna sér þá 55 ára sögu sem afsláttur til sjómanna á. Ég tók hana saman og setti í bloggfærslu (hér), en læt annars ógert að taka afstöðu að sinni. Tek fram að færsla mín var birt áður en frumvarpið kom fram og er því ekki viðbrögð við því.
Haraldur Hansson, 28.11.2009 kl. 13:24
Sjómönnum og þeirra fólki finnst eðlilega að það eigi ekki að afnema afsláttinn. Er þannig með flesta ef á að taka eitthvað af þeim. Aðstaða og flest allt er svo gjörólíkt í dag og var þegar afslátturinn var settur á að ekki er óðlilegt að afslátturinn sé endursköðaður, og er ekki verið að skerða kjör flestra í landinu og því þá ekki þeirra sem hafa það nokkuð gott. Annars á útgerðin að borga launin.
haukur gunnarsson 28.11.2009 kl. 13:37
Vandamálið er að þetta er ekki bara sjómannaafsláttur. Þetta er arfa vitlaust kerfi sem átt hefði að breyta þegar staðgreiðslan var tekin upp. Meðal röksemda er að sjómenn séu langtímum saman fjarri fjölskyldum sínum. Það eru góð og gild rök. En hvers vegna fá beitningarmenn í landi þennan afslátt ? Og afhverju fengu til að mynda þeir sem unnu við Kárahnjúkavirkjun lengst upp á fjöllum ekki sérstakan skattaafslátt af sömu mannúðarástæðum. Nei rökin fyrir þessu eru orðin úrelt og kerfið gallað.
Jón Óskarsson, 2.12.2009 kl. 12:00
Jón, beitningarmenn fá því aðeins sjómannaafslátt að þeir séu ráðnir upp á hlut, eins og hásetar. Sá sem beitir í akkorði fær afsláttinn ekki.
Bendi þér á samantektina sem ég vísa á í athugasemd #1.
Haraldur Hansson, 2.12.2009 kl. 13:00
Haraldur. Þetta er einmitt málið. Það er með þetta kerfi eins og reyndar var með skattakerfið í heild fyrir daga staðgreiðslunnar og nú að á flækja það á ný, að reglurnar eru svo vitlausar. Hvað munur er á þeim tveimur mönnum sem ráðnir eru á hlut og hinum sem er í akkorðsvinnu með tilliti til þess hvort þeir eigi að fá afsláttinn eða ekki. Þetta eins og að kassadaman í bónus ætti að fá persónuafslátt en ekki sú sem fyllir á hillur.
Jón Óskarsson, 2.12.2009 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.