Ekki lengi að verða eins og aðrir flokkar.

Bara strax orðnir eins, og umræðan um tvöföld laun sumra þingmanna flokksins. kannski er ekki langt í það að fólk standi fyrir utan Alþingi og hrópi, vanhæfur flokkur.
mbl.is Peningarnir koma hreyfingunni vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að það þarf að halda úti skrifstofu til að fólk geti haft samband við hreyfinguna. Fólkið í landinu verður að geta komist í samband við hreyfinguna og það eru ekki allir landsmenn netvæddir og nota því símann.

Það eru einnig brýn verkefni sem þarf að ráðast í sem eru jafnt stór og smá. Þingmenn hreyfingarinnar munu hafa mikið að gera og munu ekki komast í að gera þessi verkefni sem liggja fyrir. Af þessum sökum verður að hafa starfsmann/starfsmenn á vegum hreyfingarinnar á launaskrá. Sem sagt við þurfum húsnæði og einhverja launaða starfsmenn til að halda þessari hreyfingu gangandi.

Ef þetta verður ekki gert mun fólk ekki eyða sínum tíma í þetta starf og þingmenn hreyfingarinnar munu þá ekki fá aðhald frá hreyfingunni, og verða því að vera sjálfstætt starfandi.

Ef þú treystir okkur ekki, þá er þér velkomið að skrá þig í hreyfinguna á xo.is og vera með í starfinu.

Með vinsemd,

Heimir Örn Hólmarsson

Heimir Örn Hólmarsson 29.4.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er ekki í lagi að leyfa þeim að spreyta sig fyrst? Þú hugsjónir séu nauðsynlegar þá verða stjórnmálamenn auðvitað líka að eiga til hnífs og skeiðar og því varla sanngjarnt að þeir fjármagni samtök sín algjörlega úr eigin vasa. Gerum ekki úlfalda úr mýflugu, þetta eru smámunir. Hvað með 100 milljónir sem stór flokkur eins og Samfylking fær árlega frá ríkinu? Það er staðreynd hvort sem fólki líkar betur eða verr að það kostar peninga að halda úti stjórnmálastarfi rétt eins og hverjum öðrum rekstri. Það hljóta allir með heila hugsun að hafa gert sér grein fyrir því frá upphafi kosningabaráttunnar, ekki síður en Borgarahreyfingin.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband