Vill þjóðin verri kreppu en nú þegar er orðin

Krónan hríðfellur, vextir lækka lítið ,atvinnuleisi áfram mikið og ekkert verið að gera til að koma atvinnulífinuí gang. Er það þetta sem þjóðinn vill?
mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

?!??!? viltu hina vitleysingana aftur?? liðið sem kom okkur í þessa stöðu? Það er þó ánægjulegt að fólki eins og þér skuli fækka!

Halldór 16.4.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Nei ég vil ekki bankabjánana aftur.

Haukur Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 18:19

3 identicon

Nei Haukur. Þjóðin vill ekki verri kreppu en Sjálstæðismenn komu yfir þjóðina.

Þess vegna sýna kannanir þessar breytingar. 

Opnaðu augun og hreinsaðu eyrun.  Hefurðu ekki fylgst með því sem hefur gerst í landinu að undanförnu?

 

Hægt er að hlusta á gamalr fréttir og lesa eldri blöð á vefnum. 

Byrjaðu strax að kynna þér hvað er í gangi.

101 16.4.2009 kl. 18:21

4 identicon

Nafni! Allt er betra en X-D !! Þetta er árangurinn eftir 18 ára stjórn. Hinir eru búnir að vera að í 2. mánuði. Allt í lagi að gefa þeim sjéns! Ps. Hvað féll krónan mikið eftir að Davíð tók við Seðlabankanum?? Spáðu í því!!

Haukur Júlíusson 16.4.2009 kl. 18:22

5 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Já þetta er það sem þjóðin vill.  Hvernig spyrðu maður ?  Þetta er niðurstaða úr skoðanakönnun.  Fólkið vill ekki D og B. 

kv.

ES

Eyjólfur Sturlaugsson, 16.4.2009 kl. 18:23

6 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Takk fyri athugasemdirnar. Ég ætla að gera smá játningu vona að þið farið ekki með það lengara. Get skilið að fólk sé reitt og beini reiðinni að XD sem hafa verið lengi við völd og kenni þeim um og vissulega er XD ekki saklausir. Reiðin verður að beinast að einnhverjum. En að alhæfa um 18 ára óstjórn er nú pínulítil vanþekking. Lífskjörin hafa verið góð undafarin ár. Bankabjánarnir eiga mesta sök hvernig komið er, líka þeir í útlöndum.

Haukur Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 18:32

7 identicon

Íslenska þjóðin er hætta að hlusta á rugladalla með upphrópanir og hræðsluáróður eftir að hafa upplifað það á eigin skinni að Sjálfstæðisflokkurinn og frjálshyggjan sem hann boðar áfram er gjörsamlega ónýt þegar kemur að efnahagsstjórnunun.

Tek heils hugar undir með Halldóri - verulega ánægjulegt að fólki eins og þér fækki ört.

Ágústa E.E. 16.4.2009 kl. 18:32

8 identicon

Sjálfstæðismenn voru einu sinni taldir hafa meira vit á rekstri og atvinnuuppbyggingu,og skynsamir menn eru þar innandyra.„Villingar “hafa leikið lausum hala í flokknum og komið óorði á skynsama borgarlega hægristefnu eins og stunduð var í flokknum.Vinstri menn eru ekki eins barnalegir og þeir voru í den.

hordur h. 16.4.2009 kl. 18:34

9 identicon

Nei, en frekar þó verri kreppu en verra góðæri.

Rúnar Berg Baugsson 16.4.2009 kl. 19:20

10 Smámynd: Brattur

Segjum að skipstjóri sigli skipi sínu í 18 daga (betra í þessum dæmi heldur en 18 ár)... ferðin gekk þokkalega vel... en svo siglir hann skipinu í strand... er þá ferðin vel heppnuð???

Brattur, 16.4.2009 kl. 19:37

11 identicon

Og hvernig fengu D og B tekjur fyrir ríkið, jú með því að selja/gefa auðlindir og vel reknar gróða stofnanir. t.d. símann og bankana. talandi um að pissa í skóinn. Eða kannski pissa yfir okkur skóflupakkið.

Óli 16.4.2009 kl. 19:53

12 identicon

Haukur þú talar um góðæri?

Þetta góðæri fólst í því að auðveldara var, fyrir hinn almenna borgara, að taka lán fyrir hinum ýmsu veraldlegu eigum. Það voru örfáar hræður sem högnuðust á þessu blessaða góðæri, meirihlutinn er skuldsettur uppfyrir haus í boði fjárhagsstefnu xD og xB, og þá eru ekki taldar skuldir ríkissjóðs sem hafa verið smurðar á hvert íslenskt mannsbarn!!!

Hvernig þú getur varið þessa hálfvita er mér algjörlega óskiljanlegt, nema að þú varst einn af þeim fáu sem högnuðust á þessari stefnu og/eða munt hagnast á t.d. auðlindunum sem þeir hyggjast láta í hendur sömu manna og sigldu þjóð okkar í þrot.

Adam 16.4.2009 kl. 19:54

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessar skoðanakannanir sýna svarið við spurningu þinni. Fólkið vill ekki aðra kreppu og verri,- fólkið vill ekki Sjálfstæðisflokkinn.

Lastu ekki fylgistölurnar?

Árni Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 20:57

14 identicon

Það var ekki  eingöngu banka- og útrásarstóð, sem brást  og sveik þjóðina. Það var einnig hópur stjórnmálamanna og  þonum hliðhollir embættismenn.

Nú á þjóðin að standa saman, hvað svo sem hún hefur  áður kosið, og sína hug sinn í verki. Láta vandlætinguna í ljós í eitt skipti fyrir öll. Enga vorkunnsemi. Nú er að duga eða drepast. XD ekki núna og helst aldrei meir.

Kolbrún Bára 16.4.2009 kl. 21:15

15 identicon

EF þú villt vera svo barnalegur og kenna bara Bankafíflunum um vandamálið. Þá þarftu á sama tíma að sjá hverjir bera áhuga á því að bankafíflinn fengu öll þessi völd.

 Sjálfstæðismenn hafa viðurkennt þau mistök en samt viltu kjósa þá aftur ?? 

Þú gerir þér kannski grein fyrir því félagi að þegar fíflunum fer að fjölga í kringum þig að þá er kominn tími á sjálfsskoðun.

Már 16.4.2009 kl. 21:25

16 identicon

 Yfirfærsla GGE og REI kostuðu okkur 60 milljónir. Hvað skyldi einka(vina)væðing bankanna hafa kostað(þ.e. fyrir hrun)? Hvað skyldi Kárahnjúkavirkjun hafa kostað, þá er ég ekki að tala um framkvæmdir... Hvað skyldi einkavinavæðing allra hinna ríkisfyrirtækjanna hafa kostað?

SJálfstæðisFLokkurinn var búinn að vera allt of lengi við völd og farinn að líta á ríkiseignir sem sínar eigin. Fólkið í landinu skipti þá ekki máli, bara FLokksmenn.  Hann ætti að taka sér frí þetta tímabilið og skoða naflann.

Kolla 16.4.2009 kl. 22:30

17 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Held að bankafílunum hafi frekað fækkað, svo þá hefur dreigið úr þörfinni á sjálfsskoðun. Það er líka auðveldaea að kenna stjórnmálaflokki um en einnhverjum mönnum sem hvorki svara eða hefur eingin áhrif á. Stórum hluta pólitísk gagnrýni ekki rökrétt. Vona að hér sé enginn sem telur bankamennina saklausa af hruninu. þeir eiga líka sök á því út um allan heim, sem hefur áhrif hér. En það þjónar ekki pólitískum tilgangi að gagnrýna aðra en XD. Þannig að gagnrýnin verður ekki trúverðug

Haukur Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 22:36

18 Smámynd: Haukur Gunnarsson

XD stoppaði REI vittleysuna, hvorki Samf. eða VG

Haukur Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 22:39

19 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér ekkert að gera til að stöðva REI vitleysuna, heldur láta þetta mál renna í gegn þegjandi og hljóðalaust þar sem þeirra flokksgæðingar hefðu hagnast á þessu. Það var  ekki fyrr en Svandís Svavarsdóttir tók þetta mál upp í borgarstjórn og beindi athygli samfélagsins að þessu svínaríi að Sjálfstæðismönnum var ekki stætt á öðru en að stöðva þetta.

Friðrik 16.4.2009 kl. 23:42

20 identicon

Sæll aftur nafni!  Ég er sammála þér varðandi "bankafíflin"!  Þeir fengu að leika sér óáreittir!  En.... hverjir voru við stjórnvölinn í þessi 18 ár?? Hverjir voru verkstjórar í þessi 18 ár??  Hverjir áttu að sýna aðhald??  Hverjir áttu að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir?? Eigum við að veita þeim brautargengi í komandi kosningum??  Ég held ekki!!!

Haukur Júlíusson 17.4.2009 kl. 00:19

21 identicon

Hverjum er það að kenna að við erum stödd í þeirri staðreynd að vera með ónýtan gjaldmiðil og efnahag í rúst? Ert þú einn af þeim sem tekur skoðanir og stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnrýnislaust? Eða hefurðu einhvern tíman gagnrýnt forystuna? Lestu eftirfarandi grein => http://eyjan.is/silfuregils/2009/04/16/arfleifd-sjalfstaedisflokksins-grein-eftir-helga-hjalmarsson/

Hver sá sem les þessa grein og ætlar samt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er blindaður af einhveri einkennilegri ást á flokknum. Nei í alvöru, sá sem ætlar samt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eftir að vera búin að lesa þessa grein, tja, han er ekki alveg með sjálfum sér.

Valsól 17.4.2009 kl. 00:25

22 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

Haukur, hvað ætlar þú að kjósa um aðra helgi? ertu búinn að ákveða það?

Hilmar Dúi Björgvinsson, 17.4.2009 kl. 00:46

23 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Það að ég sé að verja XD er m.a. vegna þess að mér finnst vera einhliða áróður , eins og enginn hafi komið nærri en XD.Framsókn var nú með þeim í 12 ár, Samf. í tæp 2 ár. Samf. gerði engar athugasemdir, heldur fór formaðurinn um lönd til að tjá heimsbygðinni hvað allt væri gott á Íslandi. Bera þeir ekki ábyrgð líka. Og bara aftur ef bankamennirnir hefðu ekki farið offari væri staðan mun betri.

Haukur Gunnarsson, 17.4.2009 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband