64,5% þjóðarinnar eru ánægð með hrun krónunnar

Vel af sér vikið hjá nýja Seðlabankastjóranum að fella krónuna svona hratt og svona mikið. Enda þjóðin ánægð með það, og verður sennilega framhald á.
mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna sýniru bara þína eigin fáfræði með því að halda því fram að nýja seðlabankastjóranum sé um að kenna með lækkun krónunnar.

Að vísu á hann örlitla sök eins og MARGIR aðrir en krónan er að falla fyrst og fremst vegna þess að Ísland skuldar pening, þau lán sem við tókum hér áður þarf að borga. Það voru nýlega afborganir af þessum lánum sem þurfti að greiða vegna þess að það er samningsatriði sem ekki er hægt að brjóta. Þegar peningur fer svona úr landinu þá lækkar krónan gáfnaljós.

Og já, í leiðinni, það var fyrri ríkistjórn með Sjálfstæðisflokkinn í fjármálaráðuneyti og forsætisráðuneytinu sem tók þessi lán. Ef þú ætlar að kenna einhverjum um, rannsakaðu þá málið og kenndu þeim um sem eiga það skilið.

Baldur 15.4.2009 kl. 05:41

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Og bankamálaráðherrann í Samf. sem ekki talaði við Seðlabankann í heilt ár. Sennilega hef ég misskilið eitthvað þegar ég hélt að það væri aðalmálið að Davíð færi frá. Að þá yrði allt gott og snérist til betri vegar. Það var ekki mynstt á það að gengið félli svona mikið þegar þessi stjórn tæki við, sennilega lýðræðislegt að halda því leyndu.

Haukur Gunnarsson, 15.4.2009 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband