Verði VG í stjórn áfram er full ástæða til að fara varlega.

Elilegt að lækka vexti rólega á meðan óvissa er í stjórnmálum. Og verði VG í næstu stjórn er líklegt að verðbólgan lækki ekki eins og vonast er eftir.

mbl.is Verulegur verðbólgusamdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist að í sögu Lýðveldisins er verðbólga jafnan hæst, ríkisútgjöld mest og skuldasöfnun í hámarki þegar Sjálfstæðisflokkur er í stjórn. Þetta er staðreynd.

Erlingur 19.3.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Ekki var það VG sem skapaði hrunið!!!!!

Gagnrýna má þá og þó einkum Samfylkinguna fyrir að hafa ekki haldið uppi nægilega öflugri stjórnarandstöðu fram til 2007 og svo auðvitað SF fyrir að setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og bjarga engu - - -

Mundu það Haukur:   það voru ekki vinstri menn sem eyðilögðu Ísland . . . .

Benedikt Sigurðarson, 19.3.2009 kl. 12:17

3 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Skuldir ríkissins voru greyddar niður, í andstöðu við VG. Rangt að verðbólgan sé hæst þegar XD er við völd. Rétt, ríkisgjöldin voru allt of mikil, þar tók mennta og heilbrigðiskerfið annsi stóran hlut. Rétt VG skapaði ekki hrunið, en stefna þeirra hrundi í Austur Evrópu. Sammála því að vinstri menn voru ekki hrunamennirinnir, það voru bankamennirinnir

Haukur Gunnarsson, 19.3.2009 kl. 12:35

4 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Þegar ríkistjórn skilur eftir sig 27 milljarða dollara skuld þá hefur hún ekki verið að borga niður skuldir heldur bætt á sig svo um munar. Ábyrgðin er ríkistjórnarinnar ekki bankamanna. Þegar Icesave reikningarnir voru opnaðir þá var það Íslenska ríkið sem ábyrgðist tryggingagreiðslur. Þegar jöklabréfin voru gefin út þá var það Davíð Oddson og Seðlabankinn sem gaf þau út. Og í hverra umboði voru svo bankamennirnir? jú Ríkistjórnarinnar. Geir og Ingibjörg fóru í víking ásamt framamönnum í bankageiranum til að ljúga upp stöðu þeirra á Alþjóðavettvangi.

XD er ábyrg fyrir verstu efnhagsstjórnunar misstökum í sögu lýðveldisins og slík er virleysan að gjörningurinn verður vart leikinn eftir.

Andrés Kristjánsson, 19.3.2009 kl. 13:51

5 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Ríkisstjórnin var að borga niður skuldir fyrri ára, m.a. með símapeningunum, og þá vildi VG fara með þá í eyðslu sem betur fer var það ekki gert. Ef að bankarnir sem voru sjálfstæðar stofnanir hefðu ekki farið hamförum í lánagræðginni og stofna reikninga út og suður, væri staðan alls ekki svo slæm. Ríkisstjórnin bjó ekki þessar skuldir til, hún var hinnsvegar ekki nógu vakandi og of trúgjörn á bannkamennina

Haukur Gunnarsson, 19.3.2009 kl. 14:19

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Eigum við ekki bara að horfast í augu við að það var ekki gott fyrirkomulag að hafa einkavædda banka og reyna að læra af því að hér á okkar litla landi sé ekki gott að einkageirinn stýri bönkum, enda ekki í fyrsta skifti sem einkageirinn klúðrar bankarekstri þó þetta sé í fyrsta skifti sem slíkt klúður dregur landið niður með sér. Mannst þú eftir dæmi hér á landi um að einkarekstur banka hafi verið farsælt fyrirkomulag?

P.S. Það er ekki að borga niður skuldir þegar ríkið (ríkissjóður + ríkisfyrirtæki) auka skuldsetningu sína eins og gerðist á öllum árum gróðærisins. Ef Landsvirkjun væri ekki svona skuldsett upp fyrir haus gætum við núna skellt okkur í að byggja stórar virkjanir eða aðra atvinnustarfsemi og notað til þess þann starfskraft sem áður byggði húsnæði.

Héðinn Björnsson, 19.3.2009 kl. 15:45

7 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Ríkissjóður borgaði sínar skuldir niður, en fyrirtækinn, einstaklingar og sveitarfélögin fóru á eyðsluflipp, semsagt þjóðin. Held að bankar séu betur kommnir í einnkaeigu, hefði hinnsvegar mátt fara hægar í sakirnar að með að selja þá. Það var nú ekki gott á meðan þeir voru i ríkiseign, spillinginn grassaði, ekki síður en núna. Það meiga hinnsvegar ekki vera bjánar sem reka bankanna.

Haukur Gunnarsson, 19.3.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband