Nýtt Ísland?

Myndin sem fylgir þessar frétt, er brandari út í gegn , ef við hugsum um kröfunnar frá mótmælendum um nýtt fólk og nýtt Ísland. Steingrímur og Jóhanna, finnast ekki eldri og lúnari stjórnmálamenn.

mbl.is Ný ríkisstjórn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krafan var aldrei ,,Ungt Ísland".

Elvar Geir Sævarsson 30.1.2009 kl. 17:01

2 identicon

Eftir 18 ára valdasetur Sjálfstæðisflokkins er staðan þessi:

Því er spáð að atvinnuleysi fari í 11 prósent.

Verðbólga hefur slagað í 20 prósent mánuðum sama, en laun eru að lækka.

Bankakerfið er nánast fallít og enga lánafyrirgreiðslu að fá.

Seðlabankanum var nýskeð bjargað frá gjaldþroti.

Vextirnir eru 18 prósent.

Skattahækkanir hafa þegar verið ákveðnar og flestum ber saman um að frekari hækkanir séu óhjákvæmilegar.

Fyrirtækin í landinu eru á heljarþröm.

Og heimilin eru í vandræðum með að greiða af skuldum sínum, hvort sem það eru rammíslensk verðtryggð lán sem hækka stöðugt eða lán í erlendri mynt.

Gjaldmiðillinn hefur fallið meira en eru dæmi til í þróuðu vestrænu ríki.

Hlutabréfamarkaðurinn íslenski hefur þurrkast út.

Fjöldi fólks hefur tapað sparnaði sínum.

Sem heild er Ísland orðið skuldugasta land í  heimi. Líka ríkissjóðurinn sem átti að vera skuldlaus þar til fyrir skemmstu.

Ísland er á alþjóðavettvangi orðið samnefnari fyrir fjármálaóreiðu, tákn fyrir efnahagshrun.

Við erum í sérstakri sjúkrameðferð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

   (Af Silfri Egils)

Þurfa ekki kjósendur flokksins að fara að efast, pínulítið allavega. Í það minnsta að fá einhvern annan hugmyndafræðing en Hannes HóHo.

101 30.1.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Það er nú alveg óþarfi að spyrða mig við Hannes Hó. hann er eins langt frá minni hugmynd um gott þjóðfélag og Steingrímir J. Ég átti við að þau væru gömul í stjórnmálum og bara ekkert nýtt við þau, er ekki Jóhanna í ríkisstjórninni. Þannig að mér finnst mótmælendur skjóta sig í báða fætur ef þeir ættla að fagna þessari ríkisstjórn. Nema það hafi bara verið ættlunin að fá VG í stjórn ekki eitthvað nýtt og ferskt.

Haukur Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 17:42

4 identicon

.

Er bara í fullri vinsemd að benda þér á að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að gera allt það illa og slæma sem þú saka VG um að ætla að gera komist þeir til valda.

Ekki það að glpurinn hafi verið tekinn af VG heldur hitt að Sjálfstæðisflokkurinn hefu sýnt sitt rétta eðli síðust 18 árin.

Annars er vita vonlaust að eiga orðastað við þig .

101 30.1.2009 kl. 19:35

5 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Af hverju er það vita vonlaust, hef bara verið að vara við því að VG mun ekki koma með lausnir á vanda þjóðarinnar. Það er fyrst og fremst bankamönnunum að kenna hvernig fór, og að hluta stjórnvöldum vegna þess að trúa þeim að allt sé í lagi.

Haukur Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband