Geir og Steingrímur voru í Kastljósinu í kvöld. Og enn og aftur talaði Steingrímur og talaði og um ekki neitt engar lausnir engin ráð. Og þegar hann var spurður svaraði hann ekki spurningunum, enda veit hann ekkert hvað hann ætti að gera. Þetta er alveg dæmigert fyrir talsmenn VG að geta engu svarað. Önundur vra í sjónvarpinu um daginn, og alveg sama útkoman. Steingrímur var ráðherra fyrir margt löngu. Og ég held að störf hanns þá séu ekki þess eðlis að ástæða sé til að fela honum stjórn landsins aftur. |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 109616
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða sjónvarp ertu að tala um? Og hver er Önundur.
Ég var nefnilega að horfa á Kastljósið þar sem Steingrímur svaraði glimmrandi vel öllum spurningum þar til kom að IMF. Þar hafði hann ekki þær upplýsingar sem ríkistjórnin og þar með minn flokkur, hefur haldið leyndum. Hann benti þó á að hann, strax snemma í september, bað hann Geir að ræða við Norðmenn til að sjá um sameiginlegt lán frá Norðurlöndunum. Norðmenn voru tilbúnir til að hjálpa. Buðust reyndar til þess áður en beiðnin barst en Geir Haarde þverskallaðist við.
Ég vil endilega fá að vita hvar þú heyrðir Steingrím babla.
Dunni, 21.1.2009 kl. 21:01
Haukur Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 21:16
Ég er sammála Hauki.
Steingrímur er algjör froðusnakkur. Annars væri mátulegt á hann að þurfa að takast á við þetta mega vandamál sem að okkur steðjar núna. Hræddur er ég um að mikill landflótti myndi fljótlega bresta á. Annars finnst mér að þeir ættu að vera byrjaðir að hreinsa til í embættismannakerfinu fyrir löngu. Annars er spillingin ekki mikil hér ef miðað er við ýmis lönd, hef sjálfur kynnst því í Asíu. Hræddur er ég um að þeir sem eru að mótmæla núna geti varla vænst þess að mannskepnan breytist mikið á næstu nokkur hundruð árum nema þá kannski við stökkbreytingu það hugsa allir um sig og sína fyrst svo koma aðrir á eftir VG fólk er ekkert öðruvísi en annað fólk. Annars held ég að sumt af þessum krökkum ( börn ? ) séu að sækjast eftir adrealíntrippi í þessum látum.
Dunni.
Steingrímur bablar þegar hann opnar á sér kjaftinn.
Bjorn Jonsson 21.1.2009 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.