Er Sjálfstæðisflokkurinn bestur fyrir launþega?

Hann er allavega stærsti launþegaflokkurinn, og hvers vegna? Er það af því launþegar hafa upplifað betri kjör þegar hann er við völd, getur verið. Eða er það vegna þess að hinir svokölluðu launþegaflokkar eru bara svona lélegir við að bæta kjörin. Kannski hefur reynslan kennt launþegum  að svo sé.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi svokölluðu "betri kjör"  voru innistæðulaus og fengin að láni erlendis og við súpum seyðið af því núna og næstu árin með greiðslu erlendra skulda. Allt í boði Hannesar Hó, Davíðs, Geirs Harde, Halldórs Ásgríms, Valgerðar, Jóns Hannibals og Ingibjargar Gísla.

Þegar kjör haf batnað í raun hefur það verið að kröfu verkalýðshreyfingarinnar. 

Við getum nefnt, atvinnuleysistryggingar, lífeyrissjóði, Breiðholtið (sem var byggt til að útrýma braggahverfunum), heilsugæslu (sem Sjálfstæðisflokkurinn er nú að rústa þessa dagana og rýma fyrir einkavæðingu), stytting vinnutíma, aukið orlof og fleira og fleira.  

Ekkert af þessu hefur orðið til að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins. 

Farðu nú að taka leppana fra augunum og leggja af þessa blindni.

101 12.1.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

En af hverju er XD þá stærsti launþegaflokkurinn?  Var ekki Breiðholtið byggt meðan XD var við völd. Ég átti ekki við ástandið núna heldur undanfarna áratugi.

Haukur Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 21:16

3 identicon

Ég átti við ástandið þá líka.  Víst var Breiðholtið reist á valdatíma Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en forsagan er sú að verkalýðsfélagið Dagsbrún barði þetta í gegn í samningum við ríkisstjórnina.

Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekkert frumkvæði í því máli né öðrum sem gátu komið við buddu atvinnurekenda en bætt hag launamanna.

Og flokkurinn er svona stór af því að allt of margir eru eins og  Hannes Hó, lýsir skjósendum Sjálfstæðisflokksins. 

"Þeir hugsa ekki um pólitík, láta aðra um það."  Hann segir með öðrum orðum að þeir séu bara vitlausir. 

101 12.1.2009 kl. 21:34

4 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Þetta hélt ég líka einu sinni að væri rétt hjá H.H. En ég hef lifað það að hafa vinstri stjórn og þá fór ég að skilja af hverju xd voru svona sterkir. Að stórum hluta vegna þess að vinstrimenn færðu fólkinu EKKI betri lífskjör.

Haukur Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 22:29

5 identicon

Ekki nema heilsugæsluna sem er forveri þeirrar sem er verið að leggja í rúst í dag, dvalarheimil aldraðra út um allt land, skuttogaravæðinguna, hringtengingu rafmagns á landinu sem komið hefur í veg fyrir staðbundið rafmagnsleysi, fyrstu lög um málefni fatlaðra, um fæðingarorlof, lög um félagslegar íbúðir (sem vel að merkja Sjálfstæðisflokkurinn lét afnema), löggjöf um leikskólana. Þarf að telja meira.

Þykist alveg vita að þú svarir með verðbólgutölum frá því 1983. Gott og vel. Sú ríkisstjórn fór frá í kosningum það árið og daginn sem hún tók við völdum voru vísitölubætur á laun afnumdar en ekki á lánin með skelfilegum afleiðingum fyrir launafólk og hafa sumir ekki náð sér á strik eftir það. Þar með talið undirritaður. 

Annað er bara tittlingaskítur. 

101 13.1.2009 kl. 00:12

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfstæðisflokkurinn er í gríðarlegri vörn nú um stundir. Nú eru meira en 3 mánuðir liðnir frá því Bretar settu hryðjuverkalögin á okkur og enn er engin opinber skýring komin fram.

Getum við borið traust til slíks flokks? Þessi afglöp eru orðin þjóðinni mjög dýr.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.1.2009 kl. 18:07

7 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Það eru margir í vörn. Ef hægt er að kenna stjórnvöldum um á Framsókn nú sinn hlut í því, svo lengi voru þeir við völd. Samfylkiningin sömuleiðis þá ekki sé hennar tími langur. Viðskiftaráðherra sem talar ekki við Seðlabankastjóra í heilt ár á nú ekki mikið erindi í ráðherrastól, og Sjálfstæðisf sem er búinn að vera lengi. Þegar þessir þrír eru nú allir óhæfir, er nú ekki um mikið val í stjórn landsins.

Haukur Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband