Það er lákúrulegt að tefla fram barni

Alltaf verður minna og  minna mark takandi á mótmælunum. Nú á að plata barn til að tala, er það nú ekki full langt gengið. Og hvað á að koma í staðinn ef stjórnin fer frá og hvað á næsta stjórn að gera. Hef ekki heyrt neitt um það, enda held ég að mótmælendur viti það ekki sjálfir.

mbl.is Mótmælt á Austurvelli á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lágkúrulegt???? Hvað áttu við - þetta er bara ein trappan niður á við í lágkúrupakka þessa fólks. Er ekki kennari meðal ræðumanna? Þá hlýtur að vera í lagi að misnota barnið með þessum hætti - eða hvað? Kanski erum við bara gamaldags. Nú einn af vinsælustu rithöfundum þjóðarinnar er líka á meðal ræðumanna. Hann hlýtur líka að vita hvað er við hæfi. Fólk er svo hrifið af honum. Nú eineltisforinginn sjálfur sem mig minnir nú reyndar að hafi vælt um að hann hafi orðið fyrir einelti hér á árum áður. Ekki fer hann að misbjóða barni. Eða hvað?

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson 3.1.2009 kl. 04:06

2 Smámynd: ThoR-E

Ja.. er þessi 8 ára stúlka ekki ein af þeim sem þurfa að borga fyrir þetta fjármálahrun?

Ætli hún hafi ekki rétt á að segja sína skoðun á málunum eins og aðrir.

Þessi færsla er lituð af Sjálfstæðisflokksatkvæði.... ojbara.

ThoR-E, 3.1.2009 kl. 04:20

3 identicon

Ace - skil vel að þú setjir ekki nafn þitt við þann sóðaskap sm þú lætur frá þér -

hvort sem um er að ræða barn sem er misnotað í pólitískum tilgangi eða annað.

Gott að losna við málsóða af blogginu

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson 3.1.2009 kl. 07:40

4 Smámynd: ThoR-E

Stúlkan kom vel út. Hún hefur viljað segja sína skoðun á þessu ástandi.

Átti ekki að leyfa henni það afþví að hún var 8 ára?

Held að þú ættir að hafa meiri áhyggjur af því að setja nafn þitt undir aðra eins þröngsýni og heimsku.

ThoR-E, 4.1.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband