Hvað fer framkvæmdin við Vaðlaheiðagöng langt fram úr áættlun?

Héðinsfjarðagöngin fóru talsvert langt fram úr áættlun, og ekki við öðru að búast enn þessi framkvæmd fari það líka. Þessi framkvæmd er ekki það sem er mest aðkallandi í vegamálum, langur vegur frá því, er þetta ekki bara kjördæmapot?
mbl.is Málið fast í forsætisnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Haukur. Sammála þér að þetta jarðgangna-kjördæmapot er úr takt við allar staðreyndir.

Sunnanverðir Vestfirðir og Austfirðir eru næstir á forgangslistanum hjá öllum réttlátt hugsandi.

Þetta er blekkingar-leikþáttar-atriði prúðuleikaranna í stjórnmála-elítu-leikhúsinu, um eitthvað kostnaðarmat, sem reynslan hefur sýnt og sannað að í flestum tilfellum stenst ekki. Einhver sannfæringar-orðræða frá alþingismanni breyta ekki staðreyndum.

Munum að nota gagnrýna hugsun, og láta ekki mata okkur á innistæðulausum fullyrðingum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.12.2011 kl. 09:52

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Kjördæmapot eður ei.. Þá eru jú 4 sinnum fleiri atkvæði á Eyjafjarðarsvæðinu en fyrir austan (og það er sama kjördæmið) þannig að sennilega má halda því fram.

Ég hinsvegar velti fyrir mér forsendum þessarar framkvæmdar. 

Þetta á að vera "einkaframkvæmd" en ekkert er fjarri sanni.. Greið leið ehf sem er með utanumhald á þessu verki, er í 51% eigu ríkisins, og svo tekur ríkið lán sem það lætur greiða leið hafa og svo endurgreiðir Greið leið ríkinu.... Kanksi.. Eða fer kanski á hausinn, og það dæmist á þann sem á meirihluta í fyrirtækinu (og verður sennilega í ábyrgð fyrir lánunum) í þessu til vilviki ríkið, að borga allt saman..

Þannig að söngur um einkafrmakvæmd og að það séu ekki til peningar í þetta eða hitt er hjáróma og falskur.  Sjá einnig ýmislegt umsamgönguáætlun hér:

http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/1212336/

Eiður Ragnarsson, 23.12.2011 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband