Getur ekki verið norræn velferðastjórn í landinu, eða er það blekking?

Ögmundur talaði mikið um velferðastjórn þegar stjórnin tók við. Var að skilja á honum að hér væri allt í kaldakoli hvað velferð varðaði. En undir stjórn Sjálfstæðirflokksins var ástandið bara nokkuð gott, aldrei eins mikklu fé varið til mennta og velferðamála. En nú hamast velferðastjórnin við að skerða kjör eldri borgara og öryrkja.
mbl.is 20% lifa á bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bull er þetta í þér. Það er Árni Sigfússon (og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum) sem ber ábyrgð á sínu sveitafélagi.

Elvar Geir Sævarsson 11.12.2010 kl. 12:54

2 identicon

Suðurnesin eru draumaríki frjálshyggjunnar. Búnir að selja allar eignirnar í gjaldþrota fasteignafélag og samt er þetta sveitafélag skuldsett upp fyrir haus.

Doddi 11.12.2010 kl. 13:01

3 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Er ekki velferðastjórnin búin að vera við völd í um tvö ár og það átti allt að lagast við það, varla eru Suðurnesjin aðskilin frá Íslandi. Atvinnuleysi er nú mikið á landinu svo velferða stjórnin er ekki að standa sig, enda er þetta bara kommastjórn.

Haukur Gunnarsson, 11.12.2010 kl. 16:44

4 identicon

Þú segir kommastjórn. Hvað áttu við með því? Ertu viss um að þú sért með skilgreiningarnar á hreinu? Ríkisstjórn í nafni kommúnisma myndi í anda félagshyggjunnar væntanlega auka ríkisafskipti. Þú ert aftur á móti að kvarta yfir aðgerðarleysi í atvinnumálum og beinlínis að ætlast til þess að ríkið skapi störf.

Elvar Geir Sævarsson 11.12.2010 kl. 18:14

5 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Kommastjórn er, þegar skattlagningin er stóraukin eins og er að gerast hér, að ríkið telji sig betur fallið til að ráðstafa peningunum mínum heldur en ég og notað þá í gæluverkefni fyrir sig og sína. Þegar fyrirtækin eru í eigu ríkisins, á móti allri atvinnustarfsemi allt dregið niður á það plan að allir séu fátækir.

Haukur Gunnarsson, 11.12.2010 kl. 19:53

6 identicon

Þú ert að tala um nokkra þúsundkalla á mánuði í vesta falli. Næg eru tækifærin í Reykjanesbæ en þar eru menn einungis opnir fyrir þungaiðnaði, sem á að fjármagana með skattpeningum. Ekki gleyma því að það voru hægrimenn sem ákváðu að borga út bankakerfið árið 2008. Þar er hallinn tilkominn sem þarf að rétta af og það verður ekki gert með niðurskurði einum saman. Þá þarf annaðhvort að hækka skatta eða að selja auðlindir. Þá kýs ég frekar að greiða nokkra þúsundkalla á mánuði.

Reykjanesbær spilaði rassinn úr buxunum og veðjaði á rangan hest í atvinnumálum. Tækifærin liggja í fjölbreyttu atvinnulífi en einhverra hluta vegna virðast sjálfstæðismenn aldrei ætla að aðhyllast þá hugmyndafræði. Í því ljósi er því erfitt að skilgreina flokkinn til hægri. 

Hvaða fyrirtæki eru nú annars í eigu ríkisins sem væru að fjölfalda störf á suðunesjum ef þau væru í einkaeigu?

Elvar Geir Sævarsson 11.12.2010 kl. 21:00

7 identicon

Að kalla þessa ríkisstjórn kommastjórn er viðurstyggileg móðgun við kommúnisma (sem, þrátti fyrir að fjöldi ríkja og stjórna hafi kennt sig við, hefur aldrei verið notaður sem stjórnskipulag á jörðinni)

Banandi 11.12.2010 kl. 21:04

8 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Er Reykjanesbær ekki á Íslandi ? Stoppar ekki stjórnin allar tilraunir til atvinnu, hvort sem það er á suðurnesjum eða annarstaðar. Þetta eru ekki nokkrir þúsundkallar þessar álögur eru hundruðir þúsunda. Frekar aumt að vera alltaf að kenna fráfarindi stjórn um, það eru nú tvö ár siðan þessi tók við. Var Samf. ekki líka í þeirri stjórn. Voru það ekki líka vinir Samf. sem settu bankana á hausinn allavega einn þeirra.

Haukur Gunnarsson, 11.12.2010 kl. 22:56

9 identicon

 Landsvirkjun ætlar ekki að láta orku til Helguvíkur. OR ætlar ekki að láta orku til Helguvíkur. Lánshæfismat þessara fyrirtækja er skelfilegt. Magma hefur einungis nýtingarrétt á Reykjanesinu og þar er ekki næg orka fyrir Álveri. Engin skoðun stjórnmálamanns getur breytt því.

Það væri svo sem hægt að keyra álverið á kolum.

Ef ekki nema einum af þessum  milljörðum sem spanderað hefur verið í þetta verkefni hefði verið varið í aðra þætti atvinnulífs suðurnesja þá væri staðan þar allt önnur. Vandi Reykjanesbæjar er skuldvandi gagnvart erlendum kröfuhöfum. Íslenska ríkið getur engu breytt þar, ekki nema þú ætlist til þess að ríkið taki yfir reksturinn. Það skiptir ekki máli hvaða flokkar sitja í stjórnarráðinu, vandi Reykjanesæjar er sjálfskapaður.  

Á meðan við erum enþá að velkjast í ölduróti kreppunnar sem sköpuð var af Sjálfstæðisflokknum þá verður Sjálfstæðisflokknum kennt um kreppuna en Samfylkingin er líka sek, ég tek undir það. Ég er ekki stór aðdáandi núverandi ríkisstjórnar en ég bara sé ekki hvernig hægt er að kenna henni um ástandið í Reykjanesbæ. Ekki var það Steingrímur sem skuldsetti bæjarfélagið.  

Elvar Geir Sævarsson 12.12.2010 kl. 00:54

10 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Þeir geta allavega hætt að þvælast fyrir, öllu sem getur skapað atvinnu. Þarf engum að koma á óvart sem þekkja til forsögu VG. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki aðalsökudólgurinn í hruninu, það eru bankarnir.

Haukur Gunnarsson, 12.12.2010 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband