Engin rök fyrir því að sjómenn njóti skattaafsláttar, eiga bara að borga sína skatta eins og aðrir. Geta þá bara sótt skerðinguna til útgerðarmanna.
Sjómenn álykta um sjómannaafslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var hluti af okkar launakjörum og auðvitað viljum við ekki missa það hver á að borga er svo spurning. Það er samt athyglisvert að sjálftökuliðinu á alþingi dettur ekki í hug að afnema ýmis önnur skattfríðindi. t.d. hjá starfsmönnum í utanríkisþjónustu. eða skattfrelsi dagpeninga. Nei það á ekki að hrófla við neinu sem gæti komið þeim illa.
Hreinn Sigurðsson, 6.12.2010 kl. 12:55
Ráðamenn þjóðarinnar hafa í engu sýnt fordæmi í að draga úr útgjöldum hins opinbera þegar kemur að þeim sjálfum. Það er skorið og skorið niður hjá ríkisstofnunum með tilheyrandi uppsögnum og launaskerðingum. En hvað gera þingmenn?
Sjómannaafslátturinn á að halda sér. Það vita þeir sem reynt hafa að sjómenn eru ekki öfundsverðir af vinnu sinni og þeim aðstæðum sem þeir lenda jafnan í. Þetta vita svo sem allir. Það þarf ekki annað en að skoða myndir og myndbönd af störfum sjómanna til að sjá hvernig þetta starf getur verið á stundum.
Guðmundur 6.12.2010 kl. 13:09
Þá verður bara að setja dagpeningaformið á þetta. Fullt af sjómönnum sem að eru fjarri fjölskyldu sinni, eftir því hvar fiskurinn er. Nú er búið að hækka skatta og öll önnur gjöld, einnig eru smábátarsjómenn í landi vegna kvótaleysis allt að 6 mánuði á ári. Ef menn fengju dagpeninga eins og hinn almenni launþegi sem á kost á því, þá væri þetta mun hærri fjárhæðir. Langbest fyrir þá sem að ekki þekkja til og lifa þessu lífi að vera ekkert að hafa skoðanir bara frá sínum þrönga sjóndeildarhring.
dísa 6.12.2010 kl. 13:33
Það er ekki verið að gera lítið úr störfum sjómanna, og frekar aumt að vera að ýja að því í þessari umræðu, og vera alltaf að benda á aðra t.d. ríkisstarfsmenn er ekki góð vörn. Sjómenn vinna ekki hjá ríkinu, og af hverju eia þeir einir stétta að hafa þessi réttindi?
Haukur Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 13:36
Ja, það er kannski verið að taka sem dæmi, dagpeningar/skattafsláttur, hverju nöfnum sem að við viljum kalla þetta. Ég veit að það er ekki verið að gera lítið úr sjómönnum, en mín skoðun er samt sú að þeir hafi fullan rétt á skattaafslátti, því þessi stétt er ekki lík neinni annarri stétt og vinna oft við bágbornar aðstæður og válynd veður. Það þýðir sjaldnast að tala um veikindi, það er bara mætt í vinnuna hvernig sem staðan er, veikindi barna eru heldur ekki á dagskrá. Þú segir að þeir eigi að borga sína skatta eins og aðrir og þeir gera það svo sannarlega, því það er alltaf minna og minna í launaumslaginu. Og hvað skyldu þeir svo fá fyrir sína skatta í dag?? Ekkert, akkúrat ekkert, ætli þetta fara ekki í þá sem eru á atvinnuleysisbótum. Og er það bara vel, en það væri samt allt í lagi þá að fá sömu fríðindi þeir atvinnulausu svo ekki sé meira sagt.
Disa 6.12.2010 kl. 14:02
Það eru margvísleg rök með sjómannaafslátti!
Þau fyrstu eru náttúrulega þau að stjórnvöld reyna að stýra hagkerfinu með gjaldmiðlinum. Í mörg ár þá var krónan of sterk til að kæla hagkerfið! Á þeim tíma þá voru laun sjómanna allt að 35% lægri en þau hefðu annars verið! Kaupmáttur sjómanna var fluttur frá þeim til þeirra sem höfðu fastar tekjur í íslenskri krónu.
Sjómannaafsláttur er dropi í hafið miðað við allt það fjármagn sem tekið var af sjómönnum.
Útgerðarfyrirtæki borga hærri skatta og gjöld af launum sjómanna þannig að sjómannaafslátturinn er að stórum hluta greiddur til baka.
Eru 150 þúsund hátt kaup? Sumir sjómenn eru með þessar tekjur. Eru það auðmenn? Það er ekki málefnalegt að alhæfa um sjómenn.
Persónuafsláttur gerir það að verkum að þau fyrirtæki sem borga lágt kaup borga einnig lægri skatta! Eiga ekki öll fyrirtæki að borga sömu skatta?
Samkvæmt þínum rökum þá á að afnema persónuafsláttinn og láta fólk síðan sækja mismuninn til sinna atvinnurekenda. Er það eitthvað sem þú vilt?
Lúðvík Júlíusson, 6.12.2010 kl. 14:03
Dísa að sjómenn fái ekkert fyrir sína skatta, þeir fá það eins og aðrir landsmenn, enn og aftur ég geri ekki lítið úr störfum sjómanna, mín afstaða ræðst ekkert af því, finnst þessi mismunur rangur í dag. lúðvík það hvernig stjórnvöld stýra hagkerfinu er nú sveiflukent, bæði vont og minna vont fyrir sjómenn. Sjómenn hafa misgóðar tekjur, þeir vinna líka við mismunandi aðstæður, sumir koma á hverjum degi heim
Haukur Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 14:16
Að sjálfsögðu á að afnema sérstakan sjómannaafslátt á sköttum. Það sem Lúðvík segir um persónuafsláttinn er náttúrulega svo mikið rugl að því tekur næstum ekki að svara, fyrirtæki hafa ekki persónuafslátt en það hafa launþegar og sjómenn hafa jú líka persónuafslátt og svo hafa þeir aukaafslátt þar ofaná sem aðrir hafa ekki.
Það má svo gjarnan hætta að blanda saman umræðu um framkvæmd skattkerfisins og vinnuaaðstæðum einstakra stétta. Hef ekki heyrt neinn draga í efa mikilvægi sjómannastéttarinnar fyrir þjóðarbúið né hversu erfitt starfið er, það eru bara tveir gjörólíkir punktar.
Hjalti Finnsson 6.12.2010 kl. 14:37
Nú er lag. Lækka laun sjómanna og greiða stærstan hluta launanna í dagpeningaformi. Frádráttarbærir dagpeningar allt að 40.000,- á dag (nema ef viðkomandi er í Moskvu, Tokyo ofl dýrari stöðum en þá er upphæðin hærri). Embættismennirnir eru oft að fá fulla dagpeninga greidda jafnvel þó allt uppihald sé þar að auki greitt fyrir þá til viðbótar. Svo færa þeir allt til frádráttar sem eru í raun hrein og klár skattsvik. Launamanni ber að sanna með framlagningu gagna að hann hafi sannanlega orðið fyrir þeim kostnaði sem hann færir til frádráttar krefji skattyfirvöld hann um slíkt. Skattyfirvöld vita hins vegar nákvæmlega herja þau skuli krefja um slíkt og hverja ekki. Sjá dóm Hæstaréttar 124/2000. Embættis-Skattsvikararnir láta ekki að sér hæða en enginn skal fá að njóta brots af nokkru sambærilegu við þá. Svo má ekki gleyma þegar makarnir fara með og fá hálfa dagpeninga til viðbótar. Löngu orðið tímabært að uppfæra sjómannasamningana að þessu leyti og fimmtíufalda þannig sjómannaafsláttinn. Hefur eitthvað verið skorið niður í embættismanna-dagpeningakerfinu?
Örn Gunnlaugsson 6.12.2010 kl. 14:39
Hjalti, rökstuddu nú hvers vegna það sem ég segi um pers.afslátt er þvæla?
Það er augljóst að ef laun eru mjög lág þá er hlutfall skatta af launum lágt eða ekkert! Það er augljóst að þegar laun hækka þá hækkar hlutfall skatta af launum.
Ef þú getur ekki neitað þessu þá getur þú hefur ekki sagt að pers.afsláttur lendi mishart niður á fyrirtækjum.
Augljósasta dæmið er að ef pers.afsláttur væri felldur niður og tekinn upp flatur tekjuskattur þá þyrftu láglaunafyrirtæki að hækka laun til að fólk héldi sömu útborguðu launum og áður en hálaunafyrirtæki gætu lækkað laun! Þetta sýnir að skattbyrðin er þyngri á hálaunafyrirtækjum en láglaunafyrirtækjum.
Það er ekkert hægt að vita hvar mesta verðmætasköpun verður í atvinnugreinum en það er ljóst að þau fyrirtæki sem greiða lágt kaup leggja minna af mörkum til samneyslunnar er þau fyrirtæki sem greiða hátt kaup.
Persónuafslátturinn skekkir einnig stöðu fyrirtækja vegna þess að láglaunafyrirtæki njóta hlutfallslegrar ívilnunar á meðan hálaunafyrirtækjum er refsað.
Á að refsa fyrirtækjum sem geta greitt hátt kaup en verðlauna þau sem greiða lágt kaup? Í hvernig landi viltu eiginlega búa?
Lúðvík Júlíusson, 6.12.2010 kl. 14:51
Rétt hjá Hjalta þetta eru tveir gjörólíkir hlutir. Sem almennur skattgreyðandi, ekki með neina dagpeninga eða slíkt og borga mína skatta, finns mér bara eðlilegt að aðrar stéttir geri það líka. Sjómannaafslátturinn var settur á þegar aðstæður voru allt aðrar og erfitt að fá menn á sjó, en nú er engin ástæða fyrir honum lengur. hef ekki heyrt eina ástæðu sem heldur fyrir því að afslátturinn sé ekki afnuminn
Haukur Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 14:52
Haukur, þú hefur heyrt ástæður en þér finnst þær ekki góðar. Alveg eins og ég hef ekki heyrt eina góða ástæðu fyrir afnámi hans.
Lúðvík Júlíusson, 6.12.2010 kl. 14:57
Ástæðan fyrir að afnema hann er að afslátturinn mismunar skattgreiðendum, útgerðamenn geta bara borgað sín laun sjálfir.
Haukur Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 15:00
Haukur, ég held að það séu fáir sjómenn sem ekki eru hlynntir því að endurskoða sjómannaafsláttakerfið. Það eru einnig mjög fáir sjómenn sem vilja vera, og hægt er að kalla, kalla auðmenn og afætur.
Ég hef ekki heyrt sjómenn tala um skattahækkanirnar miklu sem komu í kjölfar hrunsins og 2009. Þeir vita að það þarf að leggja af mörkunum til að endurreisa landið. Flestir sjómenn eru ekki eigingjarnir, þeir eru eins og annað fólk.
Ef menn geta talað saman eins og fólk þá held ég að þetta mál leysist á fljótan og auðveldan hátt.
Lúðvík Júlíusson, 6.12.2010 kl. 15:17
Ég er ekki að gagnrýna sjómenn bara ítreka það aftur, og ég veit að þeir vinna oft erfið störf og eiga að fá góð laun, bara hið besta mál. Það er þessi afsláttur sem fer fyrir brjóstið á mér , finnst það mismunun, það er málið. Hefur ekkert með það að gera þó þeirséu lengi í burtu það eru ekki allir og að vinnan sé erfið, hún er hátíð í dag miðað við það sem hún var þegar þessi afsláttur var settur á.
Haukur Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 15:26
Útgerðamenn borga nú þegar hærri tryggingargjald af launum sjómanna en allir aðrir atvinnurekendur, útgerðamenn eru eina stéttin í landinu sem borga laun samkvæmt innkomu.Gaman væri ef allir aðrir þyrftu að greiða laun samkvæmt innkomu þá myndu kassadömur í Bónus aldeilis hafa góð laun og borga hærri skatta.Þeir sem vilja sjómannaafsláttin af eru menn og konur sem aldrei hafa migið í saltan sjó og ættu sjómenn að bjóða þeim í einhverja róðra í 30m/sek vita svo hvort þau vilja gera þetta af ævistarfi.Sjómenn eru hetjur sem eiga allt gott skilið af okkur hinum í landi. Efa stórlega að þú Haukur Gunnarsson hafi sjómennsku að starfi,svo ef þú vilt prófa að koma á sjóinn þá skal ég reyna að útvega þér pláss og sjá svo til hvað þú segir um sjómannaafsláttin.
Bára Pálsdóttir 6.12.2010 kl. 15:30
Bára, afslátturinn hefur bara ekkert með það að gera hvort starfið er erfitt, það er ekkert erfitt hjá Lóðsinum í RVK, þeir fá samt afsláttinn.Afsaða mín myndi ekkert breytast við það að fara á sjó, vildi bara hafa góð laun.
Haukur Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 15:40
Haukur það sem ég var að segja er að nú þegar eru útgerðamenn að borga meira en aðrir atvinnurekendur í tryggingargjald ætli það sé ekki svipað því sem nemur sjómannaafslættinum í dag,því tryggingargjaldið er reiknað ofaná launin svo að ríkissjóður er að fá þetta til baka hjá útgerðamönnum í dag svo ef taka á sjómannaafsláttin af, þá verður að afnema þetta tryggingargjald sem því nemur svo að útgerðin borgi sama gjald og allir aðrir atvinnurekendur. Er nú ekki svo viss um að ríkið myndi græða svo mikið á þessu.Nema að skapa ósætti eins og þessi ríkisstjórn er nú aldeilis fær í.
Bára Pálsdóttir 6.12.2010 kl. 15:54
Já, ég var nú að meina að þeir sem og aðrir vinnandi menn fái ekkert fyrir sína skatta, og hvað þá þegar launin koma öll inn á einhverjum 5-6 mánuðum og þá skulum við þá líka tala um tímakaupið, er ekki svo viss um að allir myndu vakna kl. 5 á morgnanna og fram á kvöld fyrir þetta tímakaup, sem samt skilar þjóðarbúinu, þessar tekjur?? Það er búið að setja hátekjuskatt á þessi laun, en það er þá ekkert verið að spekúlera að þessi laun eru ekki alla mánuði ársins, heldur einungis hluta úr ári. Þannig að skerðingin er orðin nóg. Sjómenn voru, eru og verða alltaf hetjur þessa lands, þó þeir hafi ekki þótt merkilegir árið 2007. Þeir eiga alveg skilið þennan skattaafslátt, það er fullkomlega réttlátt að mínu mati. Þeir eru væntanlega stór hluti af því að Ísland komi sér upp úr þessum hjólförum sem að svo margir eru fastir í. Þetta er áhættusamt oft á tíðum og ekki á allra færi, hvað þá þegar þeir eru síðan ekki öruggir um að þeim verði bjargað ef að eitthvað kemur uppá.
Dísa 6.12.2010 kl. 17:25
Hátekjuskattur eru á hátekjulaun, háan skatt á há laun, hátekjuskattur er ekki settur á einhverja starfsgrein....
Lesiði svo það sem Haukur er að skrifa áður en þið hoppið í bullandi vörn og bullið eitthvað á lyklaborðið.
Hann sagði aldrei að sjómenn ættu ekki launin skilið. Hann sagði aldrei að sjómennska væri auðvellt starf, hann sagði aldrei að sjómennska væri ómerkilegt starf. Lesið það sem hann skrifar!!!
Þessi sjómannaafsláttur er einfalldlega orðinn úrelltur, hann var settur á þegar það var erfitt að fá fólk á sjó, núna er ekki skortur og réttilega ætti ekki aðvera að mismuna eftir starfsgreinum, fólk borgar bara sinn skatt.
Að því sögðu þá ætla ég að taka það fram aftur, sjómenn eiga þessi laun skilið og oft meira skilið, það er enginn að segja að þeir eiga að lækka í launum, einfalldlega að þessi aflsáttur hverfi og þeir eiga að fá hann bættan einhverstaðar annarstaðar en hjá ríkinu.
Tryggvi 6.12.2010 kl. 18:11
Nokkrar af mörgum ástæðum fyrir að mér finnst réttlæta þennan skattaafslátt er t.d. að ég þarf yfirleitt að borga yfir 200 kr á mínútu til að halda sambandi við fjölskylduna í gegnum gervihnattasíma. Einnig er ekki hægt að treysta á læknaþjónustu. Mér skilst að ekki eigi að framlengja samning um að RUV verði sent út á gervihnött, þá kemur aftur á okkur skattur sem við fáum ekkert fyrir. Ekki slítum við vegakerfinu úti á sjó. Svona má lengi telja
Heimir 6.12.2010 kl. 18:12
lÉg veit ekki hvort ég á að bæta einnhverju við, er held ég sé búinn að segja mest af því sem ég vildi segja. Finnst eins og sumir vilji ekki skilja um hvað málið snýst. Að sjómenn noti ekki vegina, en hvað með þá sem koma heim að kveldi, eða fjölskildur þeirra, varla ganga þau allt sem þau fara, ekki bjóða okkur upp á svona rökleysu. Það er mikill misskilningur að allir sem njóta afsláttarins, séu langdvölum út á sjó. Þeir sem eru að reyna að verja þetta tala bara um þá sem eru langdvölum á sjó.
Haukur Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 22:34
Haukur, sjómenn búa ekki við sama borð og fólk sem vinnur í landi varðandi þjónustu af hálfu hins opinbera. Þeir fá t.d. ekki til sín sjúkrabíl eftir örfáar mínútur ef veikindi eða slys ber að, líkt og meginþorri landsmanna. Það er ekki einu sinni svo að þeir hafi fyrir því tryggingu að verða sóttir með þyrlu. Þurfa jafnvel að bíða klukkustundum saman eftir að komast um borð. Þeir þurfa að greiða fulla skatta vegna RÚV jafnvel þó þeir hafi litla sem enga möguleika á að horfa á RÚV. Bara þetta tvennt réttlætir sjómannaafsláttinn og það væri hægt að telja miklu meira upp.
Guðmundur 6.12.2010 kl. 22:59
Hér að framan fara menn út og suður í röksemdafærslum en fæstar af þeim snúa að skattlegum sjónarmiðum og réttlátri skattlagningu þegna þessa lands. Sjómannaafslátturinn eins og hann hefur verið síðustu 23 ár er löngu úreltur. Þriggja þrepa skattkerfi Steingríms J. kostar sjómenn meira í skatta en að leggja af þennan afslátt. Hvaða réttlæti er í því að sumir starfsmenn í landi fái þennan afslátt á sama tíma og starfsmaður um borð í fragtskipti og sjómaður við úthafsveiðar. Þessir 3 aðilar búa við mjög mikinn mismun í vinnuastöðu og öðru og því enginn samnefnari á milli þeirra.
Jón Óskarsson, 7.12.2010 kl. 00:37
það er ótrúlega sorglegt að lesa um þekkingaleysi og öfgar á báða bóga í þessu bloggi og kommentum við það. upphaflega var þessi afsláttur settur á til að liðka fyrir kjarasamningum og var í raun niðurgreiðsla til útgerða. Þetta var löngu fyrir daga staðgreiðslukefissins. Þegar það var sett á 1987 var reynt að einfalda skattkerfið eins og hægt var til að komast hjá undanskotum (með misjöfnum árangri). Þá var talið eðlilegt að sjómenn, líkt og aðrar stéttir sem þyrftu sérstakan hlifðar, eða einkennisklæðnað fengju hann á kostnað vinnuveitenda sem gat dregið þann kostað frá hagnaði og fengið endurgreiddan virðisauka. Þessi aðferð þótti bjóða upp á auðveld undanskot því hlífðarfatnaður sjómanna gat nýttst mjög víða í leik og skemmtun þannig að niðurstaðan var að sjómenn fengju ákveðna upphæð upphæð í fatapeninga og endurgreiðslu upp í fæði, greiddu skatta af upphæðinni og fengu í staðinn sjálfir fasta endurgreiðslu, sem síðar var miðuð við lögskráningadaga. Sömu rök voru notuð við fæðiskostnað Þ.e. að mjög auðvelt væri að kaupa ríflega inn og skrifa síðan á útgerðina sem drægi kostnaðinn frá hagnaði. Ef þessu kerfi verður breytt, mun kostnaður við hlífðarfatnað og fæði færast yfir á útgerðina og uppígreiðslu á fæðis og hlífðarfatakostaði verða hætt , útgerðinn ætti hlífðarfötinn, sæi um endur nýjun þeirra og sá kostnaður yrði eins og hjá öðrum vinnuveitendum, frádráttarbær frá skatti. Sama mundi ná yfir fæðiskostnað. Til gamans má geta þess að Kostnaður við hlífðarföt er c.a. 25 til 30.000 á mán. Ég held að það sé best að halda friðinn og hafa þetta kerfi óbreytt. Allavegana er alveg ljóst að ríkissjóður mun ekki hagnast neitt á því að afnema afsláttinn.
Best að geta þess að ég hef verið sjómaður síðan 1987
Samúel Sigurjónsson
samúel sigurjónsson 7.12.2010 kl. 03:54
Ég get líka komið fram með eitt gott dæmi um skattaafslátt sem heitir dagpeningar.
Ég var einu sinni að vinna hjá útgerðarfyrirtæki í Stykkishólmi og vorum við stóran hluta af árinu að vinna á Hofsósi. Ég fékk auðvitað sjómannaafslátt upp á c.a. 770kr á dag á þessum tíma. Við fengum fæðispeninga sem voru 1000kr á dag en greiddum fullann skatt af þeim.
Ef ég hefði verið að vinna hjá t.d. smíðafyrirtæki í Stykkishólmi og verið að byggja hús á Hofsósi hefði atvinnuveitandinn minn getað greitt mér hluta af laununum mínum sem dagpeninga, allt að 15000kr á dag á þessum tíma sem voru frádráttarbærir frá skatti.
Þannig að sem iðnaðarmaður að vinna fjarri heimabyggð væri hægt að hafa miklu meiri skattafslátt en sem sjómaður. Á dagpeningakerfinu er eitthver hámarksupphæð sem má hafa á ári til að þurfa ekki að skila inn kostnaðarreikningum á móti. En það er ekkert mál að taka bara nótur fyrir öllu sem maður gerir t.d. bjór og pizza er ekkert nema veitingar á nótunum. Dagpeningakerfið býður upp á mikla möguleika á undanskotum og miðað við reglur um dagpeninga þá gætu sjómenn átt rétt á dagpeningum þegar sjómannaafslátturinn er farinn.
Alla vega er ég viss um að ef bara fæðispeningar sjómanna fengju nýtt nafn í næstu kjarasamningum og yrðu skýrðir dagpeningar þá bæru þeir engann skatt lengur og er þegar hærri upphæð en sjómannaafslátturinn. Mundi kosta ríkissjóð 35% meira en sjómannaafslátturinn.
Þorsteinn Bjarki Ólafsson 7.12.2010 kl. 05:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.