Sko til, sá Besti byrjaður að ráða vini sína á jötuna.

Ekki lengi að fara í sama farið og aðrir flokkar, enda engu lofað um að svo yrði ekki.
mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Er ekki eðlilegt að borgarstjóri ráði til sín aðstoðarmann sem hann þekkir og treystir ?

Varla neitt nýtt þar á ferð..

hilmar jónsson, 16.6.2010 kl. 10:38

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Nei akkúratt ekkert nýtt í því, það er nefnilega málið

Haukur Gunnarsson, 16.6.2010 kl. 10:40

3 Smámynd: hilmar  jónsson

En er eitthvað óeðlilegt við það að hann ráði aðstoðarmann sem hann treystir ?

hilmar jónsson, 16.6.2010 kl. 10:41

4 identicon

Ég veit ekki betur en að Jón Gnarr sagði að hann ætlaði að fara í borgarstjórn til að koma vinum sínum inn í djúsí störf.

http://eyjan.is/blog/2010/04/11/besti-flokkurinn-aetlar-ad-hygla-vinum-sinum-i-borginni-a-samt-enga-sidlausa-vini/

Freyr 16.6.2010 kl. 10:45

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta stóð alltaf til. Jón Gnarr sagðist fara í framboð til að fá þægilegt djobb borgarstjóra og koma vinum og vandamönnum í góð embætti. Þetta lá fyrir löngu áður en stór hluti Reykvíkinga kaus Besta flokkinn.

Haraldur Bjarnason, 16.6.2010 kl. 10:46

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Er eitthvað athugavert við þessa ráðningu ? vel menntuð kona ráðin sem aðstoðarkona Jóns, ég hefði haldið að flestir með fullu viti hefðu ekki nöllað yfir því. 2 flugur í einu höggi, hún er kona og með menntun sem passar vel við þetta starf. Skoðið 10 ár aftur í tímann eða 20 ár aftur í tíman og skoðið hverjir hafa verið aðstoðarmenn borgarstjóra :)

Sævar Einarsson, 16.6.2010 kl. 10:51

7 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Og gerði kjósendur sína að kjánum, því fólk var að mótmæla spiltum stjórnmálamönnum.

Haukur Gunnarsson, 16.6.2010 kl. 10:52

8 Smámynd: Vigfús Pálsson

Þetta líst mér vel á.  Jón Gnarr sagðist ætla að láta vini og vandamenn fá góð störf og góð laun ef hann kæmist til valda.  Það var aldrei neitt launungamál.  Eina sem var öðruvísi en hjá hinum, var að hann viðurkenndi ætlun sína, en hinir vildu pukrast með það.

En ég er þess fullviss að þessi kona mun standa sig vel í sínu nýja starfi.

Vigfús Pálsson, 16.6.2010 kl. 10:58

9 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Varla voru kjósendur Besta að kjósa það sama yfir sig og þeir voru að mótmæla, ekkert út á aðstoðarmanninn að setja, ekkert vitað um hana frekar enn aðra hjá besta.

Haukur Gunnarsson, 16.6.2010 kl. 11:05

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vonandi upplýsir síðueigandi okkur fáfróða og villuráfandi hvernig Gnarrinn hefði átt að standa að þessari ráðningu til að hún raskaði ekki ró hans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.6.2010 kl. 11:17

11 identicon

Haukur

"Og gerði kjósendur sín að kjánum," Ég kaus Jón, hann er að gera það sem hann sagði að hann myndi gera.  Er ég kjáni fyrir það að kjósa mann sem er að gera það sem hann segist ætla að gera eða er sá kjáni sem kýs þann sem lofar en stendur sjaldnast við.  Ég held að þú sért ekki að átta þig á Jóni eða kjósendum hans. Kjósendur voru að mótmæla því að aldrei væri staðið við það sem lofað er, og að ef marka mætti frammistöðu ekki kjánanna síðasta kjörtímabil, að það skipti þá litlu hver sæti við stjórnvölinn.  Reyndir pólitíkusar, eða óreyndir listamenn.  

Það er auk þess misskilningur að halda að aðstoðarmaður/kona ráðherra sé embættismaður eða einhvers konar framkvæmdaaðili, hér er um að ræða pólitískan sendil, "butler" og ráðgjafa.

Bjorn 16.6.2010 kl. 11:22

12 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Var bara að mynna á að vinnubrögðin sem fólk sem kaus Besta var að mótmæla hafa ekkert breyst. Hvor einnhver er fáfróður og villuráfandi er einkamál hvers og eins.

Haukur Gunnarsson, 16.6.2010 kl. 11:26

13 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Það sem ég átti við með að gera kjósendur sína að kjánum, var að fólk var að mótmæla framferði gömlu stjórnmálamannanna með vinaráðningunum. Og hann er að gera það sama og það kalla ég að hafa kjósendur að kjánum, og að fara að verja það, ja hérna. Með því að velja Besta vildu kjósendur fá eitthvað annað, ekki satt

Haukur Gunnarsson, 16.6.2010 kl. 11:34

14 identicon

Hvernig veistu að Heiða sé vinkona Jóns?  

Það er engan vegin hægt að setja neitt út á þessa ráðningu. Þetta lá bara við. Hún þekkti jón ekki fyrir að hann byrjaði með bestaflokkinn, hún valinn af mörgum til þess að vera kosningastjóri besta flokksins, hefur verið Jóni til taks frá byrjun.Fyrir utan menntun hennar og þess um líkt. 

 Þannig Haukur, ef þú ætlast að gera svo stór og gagnrýna þetta þá bið ég þig um að koma lausn, hvern hefði hann átt að ráða?

 Og haukur þeir sem kusu bestaflokkinn höfðu mismunandi ástæðu. Einn að því hann var kominn með nóg af spillingu, annar vegna þess að þeir sögðu í það minnst það sem þeir meintu, annar vegna þess að þeir væru skemmtilegastir. Þannig það er ekki verið að gera neinn að kjánum. Bíðum með og sjáum til hvernig hann mun standa sig. 

Hann á líklegast eftir að ráða marga vini sína í hin ýmsu störf en þetta er ekki eitt af þeim. 

jakob 16.6.2010 kl. 11:49

15 identicon

Þetta er hneyksli, Jón þekkir aðstoðarmanneskjuna sína. það er ljóst að þú ætlar ekki að gefa þeim tækifæri til að sanna sig, skítkast á fyrsta degi. Þér væri hollara að beina gremju þinni einhvert annað Haukur.

Páll Arnar Steinarsson 16.6.2010 kl. 13:31

16 Smámynd: Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir

Hahahahahaha

Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir, 16.6.2010 kl. 14:57

17 identicon

Æi, mikið hlýtur að vera erfitt að vera þú. Er ekkert leiðinlegt að sjá alltaf það versta í öllum? Brosirðu einhvertíman? Þú getur amk andað rólega núna og slakað á, því kjósendur Besta flokksins vissu einmitt af þessari ráðningu fyrir kosningar. Jón gaf þeim út í að minnsta 2 viðtölum að kosningastjórinn yrði ráðinn aðstoðamaður(kona) hans eftir kosningar.

híh 16.6.2010 kl. 14:58

18 identicon

Auðvitað er Haukur hissa á þessu öllu saman, fyrsta skipti í langan tíma í Reykjavík sem kosnir einstaklingar eru að fylgja eftir kosningarloforðum.....

Tryggvi 16.6.2010 kl. 16:12

19 identicon

ÉG man ekki betur en að Jón væri að þessu til að koma sér í þægilegt launað starf og til að hyggla vinum sínum. Ekkert sem kemur mér á óvart þarna.

Bjöggi 16.6.2010 kl. 16:21

20 identicon

Það var víst ekkert grín að Gnarrinn og Besti flokkurinn ætluðu sér að koma sínum vinum að í þægileg og vel borguð störf.

Dr. Gunni sem er ekki kjörinn fulltrúi, semsagt ekki meðal þeirra 6 sem voru kosnir átti að verða stjórnarformaður Strætó bs. ... enda dr. Gunni með gífurlega reynslu í þessum geira.... eða hvað ??

síðar kom í ljós að þessi gjörningur var ólöglegur. Aðeins kosnir fulltrúar geta sinnt þessu starfi.

Síðan núna er þetta: http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/hver-er-nyr-stjornarformadur-or-esb-sinni-sem-lek-rutubilstjora-i-stuttum-frakka

Maður sem er ekki kosinn fulltrúi heldur einn af áhangendum og stuðningsmönnum Besta flokksins og var ekki kosinn í borgarstjórn. Hann átti að fá eitt valdamesta embætti Reykjavíkur.... og afhverju.... afþví að hann þekkir Jón Gnarr ??

Engin ný vinnubrögð frekar en fyrri daginn. Aðeins nýtt fólk sem komst að kjötkötlunum með blekkingum og kjánaskap.

Verði þeim sem kaus þetta yfir sig, að góðu.

Bastet 16.6.2010 kl. 16:57

21 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Skrítið að það megi ekki gagnrýna Besta, var einfaldlega að benda á að þeir væru alveg eins og aðrir, ekkert nýtt. Tek til baka að kjósendur Besta séu kjána, séað það sem hefur verið skrifað hér á undan að svo er ekki.

Haukur Gunnarsson, 16.6.2010 kl. 17:56

22 Smámynd: Sævar Einarsson

Það má sko alveg gagnrýna Besta flokkinn, en það er svona svipað og að gagnrýna úrslistaleikinn á HM sem stendur nú yfir.

Sævar Einarsson, 16.6.2010 kl. 20:03

23 Smámynd: Sævar Einarsson

Hann fer fram eftir 3 - 4 vikur ef ég las rétt á netinu og enginn veit hvaða 2 lið koma til með spila um hann.

Sævar Einarsson, 16.6.2010 kl. 20:04

24 identicon

Haukur, Þessi kona var aðstoðarmaður Jóns í kosningunum og er það skrýtið að hún haldi áfram sem aðstoðarmaður hans eftir kosningar?

Ég er mjög bjartsýnn á það að þessi Besti Flokkur muni breyta til en aðeins tími mun segja til um það.....

CrazyGuy 17.6.2010 kl. 12:22

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvað skyldu þeir, sem ekkert sjá athugavert við vinavæðingu Besta, hafa sagt á undanförnum árum, þegar aðrir pólitíkusar voru að ráða vini og kunningja í slík störf.

Hvort sem það var þetta sama fólk, eða einhverjir aðrir, þá varð yfirleitt allt vitlaust og fólk heimtaði ný vinnubrögð við mannaráðningar.

Nú sjá fáir nokkuð athugavert við að ráða stjórnanda kosnigaskrifstofunnar í feitt embætti.  Þetta eru sannarlega nýjir tímar.

Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2010 kl. 17:45

26 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bíddu ertu virkilega svona heimskur að þú setur út á það að Jón velji sér aðstoðamann úr sínum eigin flokki ? Ég held að þú sést ekki að fatta þetta. Þú ert að gera sjálfan þig að kjána í augum almennings með svona kjaftæði.

Brynjar Jóhannsson, 17.6.2010 kl. 18:59

27 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er annað sem virðist heldur ekki ætla að breytast á nýja Íslandi, er að lélegir málflytjendur grípi til þeirra ráða, þegar allt um þrýtur, að segja viðmælandann heimskan og skilningslausan. 

Þessi málsvörn er sú aumasta af öllum aumum og segir heilmikið um þann sem lætur svona frá sér, en ekkert um þann sem því er beint að.

Axel Jóhann Axelsson, 17.6.2010 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband