Er ekki allt úr takt við stefnu ríkisstjórnarinnar, hver sem hún nú er

Oskup er þetta vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina, varla hefði Lára flutt tillöguna nema einnhver hefði lofað einnhverju. Heiðarleiki og allt upp á borðinu hjá velferðastjórninni eða hvað, er það kannski öfugt?
mbl.is Segist engin loforð hafa gefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Fólk sem kemst í valdastöður mun alltaf breytast, ástæðan er að vald spillir og algjört vald spillir algjörlega.

Núverandi stjórn er að haga sér nákvæmlega eins og forverar þeirra, sagan mun alltaf endurtaka sig svo lengi sem við leyfum feluleiki þegar allar gjörðir stjórnmálamanna ættu að vera aðgengilegar fyrir almenning.

Feluleikir gefa fólki ráðrúm til að haga sér eins og það vill og þetta er eitthvað sem við eigum að vera búin að átta okkur á að sé vont og megi ekki ske ár eftir ár.

Tómas Waagfjörð, 6.5.2010 kl. 11:14

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Þetta er rétt, og þó ég sé ekki stuðningsmaður þessarar stjórnar, þá vonaðist ég eftir því að hún breytti til. Með vinaráðningar og vera ekki alltaf að segja hálfsanleikann, en sú von brást.

Haukur Gunnarsson, 6.5.2010 kl. 11:22

3 identicon

Hversu spilltur má ætla að þingmaður sé orðin eftir 34 ár sleitulaust á þingi?

Óskar Guðmundsson 6.5.2010 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband