Af hverju er ekki strax byrjað að lækka sjómannaafslátinn

Af hverju þarf að bíða með það, eru kjör sjómanna ekki bara þokkaleg eins og er?
mbl.is Sjómenn búa við betri kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn.

Ég var sjómaður í 35 ár. Aldrei hef ég upplifað það að sett væri upp dæmi sem réttlætir það að afnema þennan skattaafslátt, sem hið opinbera hefur í gegnum tíðina seilst í með einum eða öðrum hætti. Það er eitt sem fólk gleymir í þessari jöfnu og það er að sjómenn missa af öllu sem heitir barnabætur og vaxtabætur, vegna tekna sinna, svo fyrir utan þann félagslega þátt sem þeir missa af. Fyrir utan svo ótalmargt sem hægt væri að tíunda.

Ég hefði viljað sjá hróflað við bílastyrk þess opinbera og ferða kostnaði, og þar mætti týna til alskonar bitlinga sem eru að gefa fólki margfalt meira í aðra hönd en sem nemur sjómannaafslættinum.
Nei ég held að sjómenn séu ekkert of sælir af þessum veiklulega aflsætti sem fólk sér ofsjónum yfir.

Baldvin Baldvinsson 27.11.2009 kl. 18:20

2 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Ég er alveg sammála síðustu athugasemd. Það má alveg að meinalausu að afnema dagpeninga og ferðastyrki stjórnmálamanna, þeir hafa það mikil laun að  þeir komast af án styrkja.

Aðalsteinn Tryggvason, 27.11.2009 kl. 19:30

3 Smámynd: Haukur Gunnarsson

það hefur bara ekker með sjómannaafsláttinn að gera. Hélt að sjómenn væru stoltari stétt en að þeir vilji að aðrir borgi skattinn fyrir þá

Haukur Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 19:34

4 identicon

Haukur ég vill benda þér á að sjómanslaun eru mismunandi.  Margir eru að vinna í 500 klst í mánuði og fá 450-500þús fyrir það.  Það má ekki horfa alltaf á þá sem fá mest heldur heildina.

Davíð Bredesen 27.11.2009 kl. 22:30

5 identicon

Ég ætla að tjá mig aðeins um kröfu sem gengur fjöllum hærra í þingsölum um þessar mundir. Afnám sjómannaafsláttar. Afnámið sem slíkt er ekkert atriði fyrir mér. Sjómenn höfðu þennan afslátt í upphafi um 1954 hann var framan af óljós og veit ég ekki hvort hann var föst krónutala eða prósent af launum. Þegar ég byrjaði á sjó árið 1971 var þessi afsláttur prósenta 10% af launum auk þess var annar aflsáttur sem var 12% og hét fiskimannafrádráttur. Í þá tíð var alveg ágætt að vera sjómaður á Íslandi eða alveg framunir þann tíma sem Jón nokkur Hannibalsson afnam þennann fiskimannafrádrátt ásamt því að hann afnam það að allir vextir væru frádættabærir til skatts fram að þeim tíma. Þá voru eftir 10% sjómannaafsláttur  sem síðan hefur verið klipið reglulega af í áranna rás. Í dag er þessi frádráttur föst krónutala og er eitthvað um 200.000 kr á ári.Sjómannafslátt fengu allir sem stunduðu sjómennsku líka þeir sem voru á fraktskipum. Ég hef aldrei verið fylgjandi því að mönnum væri veittur einhver afsláttur af einu eða neinu tagi, en við skulum líta aðeins á dæmið og skoða hvað er í gangi.
Sjómanna afsláttur 190.000kr x xtala hvað eru sjómenn margir gefum okkur að þeir séu 4500=þá er afslátturinn 85.000.000kr x 12=1.026.000.000kr eða einn miljarður.
Biddu aðeins en í ESB er eitthvað sem heitir, ef þú ert á sjó í 180 daga þarftu ekki að borga skatt af sjómannstekjum. Hvernig lítur það út fyrir ríkið  segjum að sjómaðu hafi 7.000.000 kr á ári gefum okkur upp að það sé föst skattprósenta uppá 42% x 7.000.000=2.940.000 borgar þá hver sjómaður í skatt - 190.000 kr þá eru eftir 2.750.000kr sem ríkið fær, nota ekki persónuaflsáttinn til frádráttar bara svona einfalda mér dæmið. Ok 2.750.000kr x 4500=12.375.000.000
kr það er tæpir 12 og hálfur milljarður sem þessir kallar eru að skila til samfélagsins. Ef við göngum í ESB hlýtur það sama yfir okkur að ganga og þá sjómenn sem þar starfa því til að ná þessum tekjum þarf viðkomandi alveg örugglega að vera meira en 180 daga á sjó. Þá lítur dæmið svona út sjómenn greiða enga skatta ríkið missir af 12milljörðum á ári og svo er fólk að væla yfir einhverjum 1.000.000kr í afslátt.
Ég veit að sjómenn sem hafa þessar tekjur vinna alveg örugglega fyrir þeim, það eru líka fullt af sjómönnum sem hafa ekki slíkar tekjur og þar kemur þessi afsláttur sér mjög vel.
Ég get ekki gert að því að mér finnst menn vera sjá græna grasið hinu megin við lækinn. Þar sem ég stundaði sjómennsku í 35 ár næstum samfellt og hef unnið með alveg 1000undum manna, sumir fóru bara einn túr aðrir héldu út lengur, margir stoppuðu bara við yfir sumartímann til að vinna fyrir skólanum en lögðu þetta ekki fyrir sig sem atvinnu.
Það er fastur kjarni í þessi stétt sem við getum kallað hetjur eða hvaða nafni sem hægt er að gefa starfstétt sem fórnar sér á slíkan hátt fyrir það eitt að skapa tekjur. Sjómenn skreppa ekki á kaffihús eftir vinnu, þeir kúldrast flestir held ég, með mönnum sem eru hver af sínu sauðahúsinu og ef þetta er frystitogari eru þetta alveg frá 20 dögum uppí 3 mánuði hjá þeim sem eru að stunda vinnu sína við Grænland, Afríku eða hvar sem er. Við eigum nefnlega svo fullt af sjómönnum sem stunda þessa vinnu við mjög misjöfn skilyrði út um allar trissur.
En já þessir menn kúldrast þarna í 20 - 90 daga, allan sólarhringinn eru þeir saman og deila sögum um lífið og tilveruna því nokk gott það eru margir af þessum köllum frábærir sögumenn og segja skemmtilega frá og án slíkra manna hvort sem sagan er sönn eða login, þá stytta þessir kallar útiveruna.
Ég veit ekki alveg hvort fólk í dag væri tilbúið að fórna sér alfarið fyrir slíkt í landi, skildist það, að í Kárahnjúkum hefði verið vaktavinnuálag, fjarlægðarálg og það voru svo mörg álög sem nefnd hafa verið að maður bara varð stór augu. Þarna voru líka alveg ágætar tekjur en þar hafði líka fólk aðgang að alskonar skemmtun og ferðakostnað þegar þeir fóru í helgarfrí eða fóru heim til sín til Póllands eða Ítalíu eða hvert annað þar sem þeir áttu heima.
Burtséð frá öllu þessu og því að ég er á móti öllu sem heitir afsláttur eða hverju öðru nafni sem hann er dulbúinn í, ferðakostnaður, símakostnaður, ökutækjastyrkur persónuafslátur er ég samt þeirrar skoðunar að þessir afslættir eiga rétt á sér. 

Læt þetta duga sem svar við að sjómenn ættu að vera stoltari en svo aðþeir láti aðra borga fyrir sig. Ég er allavega mjög stoltur af því að hafa verið sjómaður þau 35 ár sem ég stundaði þessa atvinnu. Að það hefði hvarflað að mér að nokkrir telji að sjómenn borgi ekki til samfélagsins og haldi janframt að þeir séu að taka þetta úr vösum annarra hefði ég aldrei trúað. Ég bið bara um það eitt að fólk haldi sér á mottunni sem halda þessu rugli fram. 

Baldvin Baldvinsson 28.11.2009 kl. 14:34

6 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Ég hef ekki sagt að sjómenn borgi ekki til samfélagsins og það gera þeir ríflega, enda margir með góð laun sem betur fer. En þeir borga ekki af öllum sínum launum eins og aðrir launþegar, um það sníst málið ekkert annað. Hvort einnhverjir fái dagpeninga á ferðum sínum er bara útúrsnúningur hvað sjómannaafsláttinn varðar, get alveg verið sammála að taka á því og svo mörgu öðru.Ráðherrar og þingmenn hafa sérréttindi til töku lífeyrisréttinda, fá semsagt meira enn aðrir er nú aðeins búið að taka það til baka. En þarf ekki einnhver launþegi að borga þessi umfram réttindi þeirra eða hvað? Takk fyrir góða grein Baldvin, ég hef alltaf talið sjómenn duglega menn og eiga góð laun skilið, en ekki að hafa sér skattakjör. Í lokinn ertu að seigja og er alveg hneykslaður og beinir því til mín að ég telji að þeir borgi ekki og láti aðra borga fyrir sig,orðalagið er ekki alveg rétt hvað mig varðar. Ég er bara að velta þeirri spurningu ef þjóðfélagið þarf ákveðna upphæð og sumir borga hlutfallslega minna en aðrir þarf þá ekki að taka það einnhverstaðar annarstaðar, þetta er ekkert flókið einfalt reikningsdæmi.

Haukur Gunnarsson, 28.11.2009 kl. 15:14

7 identicon

Ég er alveg sammála þér Haukur um að sjómenn eigi ekki að hafa einhver sér skattakjör en mér finnst að þeir eigi þá að hafa sambærileg kjör og aðrir skattgreiðendur með að hafa fæðispeninga (dagpeninga)skattfrjálsa.  Fæðispeningar eru í þremur þrepum þ.e. 780, 1029 og 1295 kr á dag og fer eftir stærð og/eða gerð skipa þeir eru hærri á stærri skipunum . Ef að sjómenn væru eins og aðrir með dagpeninga skattfrjálsa svo fremi að þeir séu ekki hærri en kostnaðurinn þá held ég að upphæðin yrði nú hærri en áætlaður sparnaður fjármálaráðherra.

Gummi 28.11.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband