Alltaf eru þeir samir við sig útgerðamenn, ríkið á að borga,.

Af hverju á ríkið að niðurgreyða launin fyrir útgerðamenn. En hvað með þá sjómenn sem koma að landi daglega á þá að taka afsláttinn af þeim. Samkvæmt framkvæmdastjóranum á að gera það.
mbl.is Sjómannaafslátt þarf að hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki sé ég nein betri kjör í dag að sjómenn starfi að heiman 10-11 mánuði á ári án þess að þeim sé á einhvern hátt bætt fjarveran frá fjölskyldunni. Ferðarisnur eru vel þekktar meðal allra annarra stétta og þykir sjálfsagt, svo að afnema styrk upp á nokkrar krónur til þeirra er nenna að afla gjaldeyris og tekna fyrir þjóðina eru landráð.

Ekki rugla sjómönnum við útgerðir.

nicejerk 27.11.2009 kl. 13:19

2 identicon

Það kom nú fram í fjölmiðlum um daginn að opinberir starfsmenn eru í 5-7 daga erlendis á dagpeningum að vinna sér inn sömu upphæð og sjómennirnir fá í sjómannaafslátt. Þá er alveg sjálfsagt að taka dagpeningana af í svipuðum skrefum og sjómannaafsláttinn.

 Opinber starfsmaður sem  vinnur í Reykjavík fær dagpeninga, pældu í því. Hann er kominn aftur heim um kvöldið?

Erla 27.11.2009 kl. 13:20

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Væru þingmenn landsbyggðarinnar tilbúnir að fórna búsetu uppbótinni sem þeir hafa vegna starfa sinna á alþingi fjarri heimahögum eða annarra slíkra kjara? Þetta líta þeir á sem hluta af sínum kjörum og það sama gera sjómen þegar að sjómannaafslættinum kemur. Hvort að þessi kjör þeirra eigi að greiðast í formi skattaaflátar eða með öðrum hætti er annað mál.

Rafn Gíslason, 27.11.2009 kl. 13:28

4 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Ef það er óréttlæti annarstaðar á að sjálsögðu að afnema það. En aðstaða sjómanna er bara svo gjörólik því sem hún var þegar þessi afsláttur var settur á. Ég spýr bara er það ekki eitthvað rangt við það að sjómenn sem eru ekki fjarri sínum heimilum koma heim að kveldi fái þennan afslátt. Væri gaman ap heyra hvað sómönnum sem eru talsvert fjarverandi finnst um það

Haukur Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 13:45

5 identicon

Ég er nú þeirrar skoðunar að ég sé enga ástæðu til að ég sé að borga sjómönnum fyrir það að stunda atvinnu sína. Þið eruð að líkja þessu við dagpeninga, ég meina af dagpeningunum þurfum við opinberu starfsmennirnir að borga fæði og gistinu þegar við erum á ferð fyrir vinnuveitanda okkar. Það er nú ekki eins og það sé einhver afgangur af þessu þegar maður kemur heim.

Ef sjómönnum finnst þeir eigi að fá borgað eitthvað fyrir það að þiggja mat af vinnuveitanda sínum og að gista á hans kostnað hlýtur það að vera samningsatriði milli þeirra og vinnuveitenda þeirra. Þetta er bara nokkuð sem kemur skattpeningunum mínum ekkert við og ég sé enga ástæðu til að ég sé að borga þetta. Þennan sjómannaafslátt á að vera búið að leggja niður fyrir löngu í því formi sem hann er.

Annað varðandi sjómennskuna að launakjör þeirra taka mið af því hversu vel aflað er og hverjar tekjur vinnuveitandans er. Ég veit ekki um neina aðra stétt launþega hér á landi sem njóta þvílíkra kjara. Við hinir erum bara á föstum launum og svo hirðir atvinnurekandinn allan gróðann. Ja það er allir aðrir launþegar en sjálftökulaunþegarnar í bankakerfinu sem eru á þannig kjörum.

Sigurður Geirsson 27.11.2009 kl. 14:04

6 identicon

Það á að sjálfsögðu ekki að vera neinn sérstakur sjómannaafsláttur heldur eiga launin sjálf að duga til að manna skipin, alveg eins og gert er með allar aðrar atvinnugreinar. Menn sem vinna erfiða vinnu í fjarveru frá fjölskyldunni eiga að fá góð laun frá vinnuveitandanum en ekki frá ríkinu.

Þarna er ríkið einfaldega að greiða með einkarekinni atvinnugrein sem getur ekki talist eðlilegt.

Magnús Ó. 27.11.2009 kl. 14:16

7 identicon

Sjómenn eru eina stéttin sem ekki nýtur skattpeningana í sama mæli og allir aðrir. Þeir nýta ekki heilbrigðisþjónustana eins mikið og aðrir,ekki nota þeir göturnar eins mikið og þeir horfa ekki mikið á rúv því sjónvarp næst á fæstum skipum SAMT borga þeir meira í krónum talið í skatta heldur en hinn venjulegi borgara sem nýtur þetta allt að ofan!

Segið mér svo, finnst ykkur virkilega að það ætti að taka af þeim sjómannaafsláttinn?!! ef eitthvað er þá ætti að hækka hann!

kveðja sjómannsfrú!

Jónína S. 27.11.2009 kl. 14:30

8 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Afslátturinn er barn síns tíma þegar aðbúnaður var slæmur úti á sjó og fjarveran mun meiri en nú er. Hvað finnst sjómannskonunni um þá sem koma að landi á hverjum degi, af hverju eiga þeir að njóta afsláttar

Haukur Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 14:40

9 identicon

Kæra sjómannsfrú.

Það er ekki til nein stétt manna þar sem slys eru algengari en í sjómannastéttinni. Er það ekki að nýta heilbrigðiskerfið? Hvað með björgunarþyrlurnar sem við höfum hér í bunkum aðallega til að geta sinnt sjómannastéttinni? Hvað með börnin þeirra og fjölskyldur? Njóta þær ekki heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins og alls þessa?

Það er nefnilega það að þótt þeir geti ekki nýtt sér allt það sem boðið er upp á þá er annað sem bætist við í staðinn. Þetta réttlætir ekki að þeir hafi einhvern afslátt af skattinum.  Ég meina, ég horfi nær aldrei t.d. á RÚV þeir eru með svo leiðinlega dagskrá. Ætti ég þá ekki að fá afslátt af afnotagjaldinu. Ég gæti nú alveg þegið það að fá svona leiðindarafslátt af skttinum.

Og að lokum við ég taka undir með honum Hauki Gunnarssyni, ef sjómenn eiga að njóta einhvers sérstaks afsláttar umfram aðra frá skatti vegna fjarveru sinnar frá heimilum, sem í raun þýðir að við hin eigum að borga fyrir þá hærri skatta, af hverju eiga þá þeir sjómenn sem vinna bara eins og ég, þ.e. fara að heiman á morgnana og koma aftur heim á kvöldin að fá þennan afslátt líka??? Ég segi bara einfaldlega nei, nei og aftur nei, burt með þetta fornaldar fyrirkomulag, látum vinnuveitendurna borga þau laun sem þeir eiga að borga og látum skattkerfið koma jafnt niður á öllum.

Sigurður Geirsson 27.11.2009 kl. 15:15

10 identicon

Sjómenn borga upp í fæði og olíu á skipin, sé að engin hefur minnst á það hérna. Þeir skapa verðmæti í landinu með vinnu sem kostar þá fjarvist frá fjöldskyldum þeirra fleiri fleiri mánuði.

Rétt er að sumir eru aðeins á sjó einn dag í senn, en væri þá ekki sniðugara að koma með betri lausn á þessu vandamáli Haukur Gunnarsson? Þú virðist aðeins nota þetta eina litla atriði sem helstu mótrökin þín en sjómenn sem koma heim á hverju kvöldi eru aðeins lítill hluti sjómanna.

William 27.11.2009 kl. 15:18

11 identicon

William minn, sjómenn eru ekki eina stéttin sem er að skapa verðmæti, og ekki eina stéttin sem er fjarverandi heima. Það er samt eingin rök fyrir því að við hinir skattborgararnir þurfum að greiða hærri skatt til þess að ríkissjóður geti tekið að sér að borga hluta af launum einkafyrirtækja.

Þessi einkafyrirtæki eiga bara að borga sín laun sjálfir.

Sigurður Geirsson 27.11.2009 kl. 15:33

12 Smámynd: Valli

Mikið blása þeir sem ekkert vita um forsögu þess að tekinn var upp þessi skattafsláttur. Frá þeim tíma hefur ríkisvaldið margoft gripið inn í réttmætar og löglegar kjaraviðræður sjómanna við vinnuveitendur sína með lagasetningum og þvílíku lýðskrumi að Sjómannaforustan uppiskroppa í sínum kröfugerðum.

Að ætla Sjómönnum og Útvegsmönnum að taka á sig þessa kjaraskerðingu og semja um það sín á milli er ekki góð hugmynd.

Það er mikið rétt að laun sjómanna fer að öllu leiti saman við aflabrögð. Aflinn fylgir svo þeim veiðiheimildum sem viðkomandi  útgerð hefur yfir að ráða. Þeir sem sjá ofsjónum yfir launum sjómanna í dag, hafa eitthvað gleymt sér í tíma (og eða öllum umræðunum um ICEsave) og ekki fylgst með þeim kvótasamdrætti sem hefur verið undanfarið. Laun flestra sjómanna hafa lækkað einmitt vegna kvóta samdráttar.

Varðandi fullyrðingu Sigurðar um að ekki sé hægt að bera saman dagpeninga og sjómannaafsláttinn lýsir best þekkingarleysi hans á kjörum sjómanna og ætti hann  því að láta það ógert að tjá sig um það fyrr en að betur athuguðu mál. Sjómenn greiða t.d. fæðið sjálfir (ekki útgerðarmenn). Hingað til hefur enginn annar launþegi greitt skatt fyrir mig eins og menn hér eru slá um sig með.

En að öllu þessu slepptu þá á hef ég alltaf verið talsmaður þess að Sjómannaafslátturinn  verði felldur út í þeirri mynd sem hann er í dag. Við Sjómenn eigum að sitja við sama borð og allir aðrir launþegar þessa lands. Væri ekki líka réttlæti í því laun allra þegna þessa lands væru jafn sýnileg og sjómanna. Hvenær eru t.d. aðrir launþegar spurðir um tekjur sínar milli mánaða. Fólki þykir alltaf sjálfsagt að spyrja mig um mín laun, en eru ekki jafnfús að láta sín laun uppi. Ég vill jafnræði á öllum sviðum þessa samfélags. Ekkert falið, ekkert leynt. Þannig náum við vonandi að eyða allri tortryggni í garð náungans.

Með vinsemd og virðingu fyrir samborgurum mínum.

Valli, 27.11.2009 kl. 16:39

13 identicon

Valli minn.

Þekkingarleysi og þekkingarleysi ekki. Mig langar nú bara að benda þér á að ríkisvaldið hefur gripið inn í kjaraviðræður fleiri stéttarfélaga en sjómanna og ég veit ekki til þess að nein af þeim stéttum njóti skattaafsláttar.

Ef sjómenn eru að borga fyrir sitt fæði þá eiga þeir einfaldlega að fá frádrátt vegna þess á nákvæmlega sama hátt og aðrir þeir sem fá frádrátt vegna fæðispeninga þegar þeir eru á ferðalagi fjarri starfsstöð sinni. Það er þó einn munur á sjómönnum og þeim sem fá dagpeninga að þeir sem dagpeningana fá, fá þá einungis þegar þeir eru fjarri starfsstöð sinni, en sjómennirnir eru alltaf á sinni starfsstöð.

Og ekki misskilja mig. Ég er mikill talsmaður þess að sjómenn njóti góðra kjara. Þetta eru mikilvæg störf og mikil hætta þeim samfara. Þess vegna eiga þeir að fá það vel launað. En það er einmitt það. Þeir eiga að fá góð laun, ekki góða skattaafslætti. Ef mismunur er á meðhöndlun skattsins á fæðiskostnaði þeirra sem eru í landi og þeirra sem eru á sjó, þarf að laga það þannig að allir séu jafnir hvað það varðar.

Sigurður Geirsson 27.11.2009 kl. 17:05

14 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Ef það þarf ákveðna upphæð í skatta og einnhver hópur borgar hlutfallslega minna. Þá þurfa aðrir að borga meira, ekkert flókið við það.Með þennan litla hluta sjómanna sem kemur heim daglega var ég að minna á þá þar sem alltaf var verið að tala um þessa sem eru lengi úti í einu. Og finnst talsmönnum sjómanna það eðlilegt að þeir njóti afsláttar?

Haukur Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 17:45

15 Smámynd: Valli

Það er hárrétt hjá þér Sigurður að ríkisvaldi hafi sett lög á aðrar starfsgreinar í landinu. Ekki misskilja mig þar. En ég vill til að mynda minna á að árið 1983 þá skellti þáverandi ríkissjórn á bráðabyrgðalögum sem fólu í sér að sjómenn skyldu greiða 6% af tekjum í olíukostnað til útgerðarmanna. Í þrígang á runum milli 1991 og 2004 voru sett lög á sjómenn. Ef ríkisvaldi bara hætti þessarri vitleysu þá yrðum við sjómenn kannski betur í stakk búnir að ræða við okkar viðsemjendur. Núna þurfum við t.d. að borga hluta smíðakostnaðar við skip sem keypt eru og eru byggð innan 7 ára. Þetta báðum við aldrei um.

Ég vill minna á að ég er á móti sértækum afsætti til okkar sjómanna og hef lagt það til á fundum með mínum mönnum að við tækjum upp annarskonar afsláttarkjör. Þau eru við lýði í mun fleyri samningum en akkúrat Sjómannasamningunum. Heit bara öðru og almennara nafni, t.d. fjarvistarálag, dagpeningar o.s.frv.

 Og Haukur minn svo er bara vandamál hvað ofboðslega margar stéttir koma sér undan því að greiða skatta. Það er vandamál sem á bara eftir að stóraukast með hærra skatthlutfalli á tekjuskatti. Þar erum við Pétur Blöndal sammála að ég held.

Valli, 28.11.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband