Eru mótmælin skipulögð af VG

Er það tilfellið að mótmælin séu skipulögð af VG eða einnhverra innan þeirra raða.  Allavega eru þau með mikilli velþókknun VG. Þess vegna er það krafa að forustumenn VG fordæmi ofbeldisverk og skemdarverk sem eru framin af littlum hópi sem er bara að fá útrás fyrir ofbeldishneigð sína. Og eru að skemma fyrir þeim sem eru að mótmæla á friðsaman hátt.

mbl.is Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið ertu skondinn - ég hef séð alveg jafnmarga á mótmælum frá Samfó og töluvert mikinn fjölda sjálfstæðismanna - á ég þá að draga þá ályktun að xD sé að skipuleggja þetta - málið er að enginn er að skipuleggja þetta - þetta eru sjálfssprottin mótmæli.

Birgitta Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: LM

Auðvitað er þetta undir fjarstýringu VG, þú þarft ekki annað en að skoða hverjir hafa fengið að tala á fundunum.  Þeir eru að æsa lýðinn og reyna þannig að knýja fram kosningar á kortéri meðan þeir hafa enn eitthvað fylgi.

LM, 22.1.2009 kl. 10:26

3 identicon

Birgitta þú bablar mikið en aldrei af viti. Það veit það öll þjóðin að þessi mótmæli eru að undirlagi VG.  Þingmenn þeirra hafa mært ofbeldið og stutt þetta.  Lagleg skilaboð til lögreglumanna þegar þingmenn þeirra hvetja til ofbeldis gegn þeim.  Ef ríkistjórnarliðar eru vanhæfir þá gildir hið sama yfir þingleysur VG.  Las svo á DV áðan að mótmælendur voru teknir með poka af mannaskít.  Sannar það sem maður hefur sagt að uppi til hópa er þetta hvílíkt hyski sem er að standa í þessu, í framlínunni.  Þeir sem hafa tekið þátt friðsamlega skammast sín og andúð þjóðarinnar gegn þessum skrílslátum er að magnast.

http://www.dv.is/frettir/2009/1/22/motmaelendur-med-mannaskit/

Baldur 22.1.2009 kl. 10:32

4 identicon

Baldur: "Þingmenn þeirra hafa mært ofbeldið og stutt þetta. Lagleg skilaboð til lögreglumanna þegar þingmenn þeirra (VG) hvetja til ofbeldis gegn þeim."

Ertu til í að rökstyðja þetta eða vísa í heimild?

Karma 22.1.2009 kl. 10:40

5 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Ég er á póstlista bæði VG og UVG og hef ekki fengið eina einustu boðun um að mæta á mótmæli...

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:52

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, aðallega ungliðar VG skipuleggja þetta. Birgitta skilur ekki pistilinn.Það er fólk í öllum flokkum sem mótmælir en VG hefur hertekið þetta og vill skapa sem mestan glundroða til þess að koma höggi á stjórnina. (Eins og þess þurfi nú!)

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 10:56

7 identicon

Þið eruð nú meiri kjánarnir.

Er svo illa komið fyrir Sjálfstæðismönnum að þeir þurfa að beita Amerískum kosningabrögðum til að hræða fólk á bloggi landsmanna ? Viljið þið ekki líka kenna VG um loftslagsbreytingarnar ? Þvílík rök og kosningaráróður !!! Skítalyktinn leggur strax frá þessum valdasjúka flokki sem engist eins og ofdekraður krakki þegar fólk loksins sá rétta innrætið.

Maður fær bara meiri og meiri óbeit á þessum flokk. Ég vorkenni ykkur fyrir að kjósa sama flokkinn allt ykkar líf. Alveg sama hvað hann hefur gert mikið að sér og klúðrað miklu. Það þarf að fara að búa til 12. spora deild á SÁÁ fyrir Flokksbundið fólk. Svo sjúkt er þetta samfélag.

Það fólk eru verstu óvinir Íslands því þeir kjósa spillinguna aftur og aftur. Flokksbundið fólk er mein landsins. Finnið ykkur Íþróttafélag til að styðja í gegnum sært og súrt. Ekki stjórnmálaflokk !

Það eitt er LANGSTÆRSTA ástæða þess svona er komið fyrir Íslandi í dag.

Óskar Þórðarsson 22.1.2009 kl. 11:11

8 identicon

Gunnar: "aðallega ungliðar VG skipuleggja þetta"

Geturu vísað í einhverja heimild til að rökstyðja þetta?

Karma 22.1.2009 kl. 11:13

9 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Hef það eftir áreiðanlegum heimildum að þetta er skipulagt af VG enda lygur ekki handbragðið.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 22.1.2009 kl. 11:16

10 identicon

Það er fullkomlega óþolandi þegar þingmenn VG slá sig til riddara með því að sleikja sig upp við mótmælendur, en að halda því fram að VG skipuleggi mótmælin er bara illa ígrunduð paranoja. Haldið þið í alvöru að VG geti safnað saman svona fjöldahreyfingu? Þá væri sá flokkur ekki staddur þar sem hann er núna.

Guðmundur 22.1.2009 kl. 11:23

11 identicon

Snjólaug:

Áreiðanlegar heimildir eru alltaf góðar, mun betri en óáreiðanlegar. Þær eru samt ekki áreiðanlegar nema fólk viti hver heimildin er, t.d. hver sagði hvað og hvenær.

Ég á mjög erfitt með að reiða mig á heimild sem ég veit ekkert hver er eða hvaðan kemur, jafnvel þó að þú segir að heimildin sé áreiðanleg.

Karma 22.1.2009 kl. 11:24

12 identicon

Ég vísa nú bara í þann stuðning sem Álfheiður Ingadóttir hefur sýnt mótmælendum, t.d á þriðjudag og þegar sonur nornarinnar var handtekinn og lætin voru við lögreglustöðna. 

Tek svo skýrt fram að ég er handviss um að ég kjósi ekki Sjálfstæðisflokkinn, er ósáttur út í hann og hans framferði en VG mun ég aldrei kjósa.  Það er líklegt að maður skili auðu enda ekkert sem virkilega heillar.  Það er hinsvegar glapræði að kjósa akkúrat núna og láta skrílslæti hrekja menn út í kosningar. 

Málið hérna eru glæpsamlegar aðferðir mótmælenda, slasa lögreglumenn, reyna að kveikja í ALþingi, ýmis skemmdarverk, mannaskíturinn......og sv. frv.  Þetta er ekki samboðið okkar landi, okkar menningu að fólk hagi sér svona.

Baldur 22.1.2009 kl. 11:31

13 identicon

Baldur: Aldrei hef ég heyrt Álfheiði mæra ofbeldi þótt hún hafi stutt mótmælin. Ég vona að þú teljir ekki að allir sem mómæla eða styðji mómælin séu að leggja blessun sína yfir gjörðir fámenns hóps óróaseggja sem virðast nota fjölmenni mótmælanna til vaða uppi með ofbeldi.

Þessi setning þín er í besta lagi fordómar, í versta lagi mikil heimska.

Karma 22.1.2009 kl. 12:50

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Álfheiður hefur víst mært ofbeldi. T.d. ofbeldi mótmælendanna við Kárahnjúka og á Reyðarfirði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 13:43

15 identicon

Áttu við það ofbeldi að klifra upp í krana eða leggjast í veginn og hindra að vinnutæki geti farið um?

Ég vil ekki líkja því við ofbeldið sem átti sér stað í nótt.

Karma 22.1.2009 kl. 14:44

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þau réðust m.a. inn á skrifstofu verkfræðistofu á Reyðarfirði og reyndu að læsa starfsmenn inni, fara inná skrifstofu með verðmætum gögnum, læsa sig þar inni og stóðu í líkamlegum átökum við starfsfólk verkfræðistofunnar og voru að lokum handtekin af lögreglu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 15:33

17 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Nei þau eru ekki gerð af vg þvílik heimska, þetta gerist út af  músæningi,efnahagshruninu og vanhæfni ríkistjórnar ö

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.1.2009 kl. 15:54

18 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég er ekki stuðningsmaður vg ég er vel til hægri við alla flokka á Íslandi

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.1.2009 kl. 15:55

19 identicon

Ekki minnir mig að Álfheiður hafi mært það þegar ráðist var inn á verkfræðistofuna.

Karma 22.1.2009 kl. 16:03

20 identicon

Með stuðningi sínum við mótmælum mærir hún þann gjörning sem þar fer fram, alveg eins og þeir sem mæta á staðinn ( en eru friðsamir ) eru að styðja þessi ofbeldisverk sem unnin eru fyrir framan þau.  Það er alveg klárt.  Frétti af fáeinum mótmælendum sem blöskraði ofbeldi "hyskisins" og reyndi að róa þá niður, það gekk ekki enda þessi hópur bara glæpahyski sem tekur ekki sönsum!

Að þingmenn VG mæri það er fráleitt. 

Baldur 22.1.2009 kl. 17:02

21 identicon

Baldur: Þetta er heimskulegasta röksemdafærsla sem ég hef heyrt. Þó að einhver styðji mótmælin styður sá hinn sami ekki hegðun hvers einasta manns sem mætir á svæðið.

Ef þú ferð á útihátíð þá styður þú væntanlega ekki kynferðisafbrot og eiturlyfjaneyslu sem örfáir gestir hátíðarinnar gerast sekir um?

Þingmenn VG hafa einfaldlega ekki stutt eða mært þetta ofbeldi á neinn hátt, sama hverni þú reynir að teygja og öfgatúlka það hugtak.

Karma 23.1.2009 kl. 16:36

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Álfheiður hefur sagt það berum orðum að hún styðji "borgaralega óhlíðni".

Það er fínna orð yfir ofbeldi

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 16:45

23 identicon

Nei það er ekki rétt hjá þér. Borgaraleg óhlýðni er að klifra upp í byggingarkrana til að stöðva vinnu, eða berja á potta og pönnur fyrir utan alþingishúsið til að ekki sé vinnufriður þar inni. Það er borgaraleg óhlýðni sem getur jafnvel verið ólögleg skv. þröngsýnum lögum en eru þó aldrei annað en minniháttar lögbrot. Aldrei hef neinn halda því fram að árás á lögregluþjóna með grjótkasti sé borgaraleg óhlýðni.

Þið félagar getið teygt og snúið út úr eins og þið viljið og mögulega trúið þið sjálfir ykkar eigin þvaðri.

Enda er vorkunn að mönnum sem telja sig vera sjálfskipaðar málpípur nýfrjálshyggjunnar sem er búinn að setja okkur svona skemmtilega mikið á hausinn.

Karma 25.1.2009 kl. 18:15

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekkert til sem heitir nýfrjálshyggja.... ekki frekar en ný-kommúnismi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband